Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

521. fundur 13. júlí 2020 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, skv. bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá fundi hennar 18. júní 2020.
Hannes Karl Hilmarsson var í símasambandi við fundinn.

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir og kynntu ýmis mál sem varða rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.
Varðandi viðhald á þaki Hjaltalundar, sem er á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins í ár, samþykkir bæjarráð að sú framkvæmd verði unnin á kennitölu félagsheimilisins Hjaltalundar og undir stjórn húsráðs þess. Framlag eignasjóðs til verksins verði greitt í gegn um rekstur Hjaltalundar og samkvæmt samkomulagi sem gert verður um framkvæmdina milli eignasjóðs og rekstrarfélags Hjaltalundar.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir

Málsnúmer 202002017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Breyting á deiliskipulagi Flugvallar

Málsnúmer 201802076

Lögð fram yfirferð Skipulagsstofnunar á breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Isavía og ræða um framhald verkefnisins, með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


4.Umsókn Borgarfjarðarhrepps um lán til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Málsnúmer 202007011

Lagður fram til staðfestingar viðauki 1 við fjárhagsáætlun Borgarfjarðarhrepps 2020.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202004198

Fyrir bæjarráði liggur að fjalla um lýsingu á breytingum á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna færslu á Fjarðaheiðagöngum, samanber fullnaðarafgreiðsluumboð sem bæjarráð hefur og samþykkt var af bæjarstjórn 18 júní sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að kynna með auglýsingu lýsingu breytingartillögu aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028, að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem ráðgjafi sveitarfélagsins gerir grein fyrir í skjalinu. Jafnframt að lýsingin verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulaglaga nr.123/2010 og 4.2.4 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fjarðarheiðargöng, mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 202007023

Lagt fram til kynningar.

7.Þjónustusamningur vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi

Málsnúmer 201910127

Lögð fram drög að þjónustusamningi vegna náms barna með lögheimili í Fljótsdalshreppi í grunn- leik- og tónlistarksólum Fljótsdalshéraðs. Málið var tekið fyrir í bæjarráði 15. júní og þá fært í trúnaðarmálabók.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir þjónustusamninginn eins og hann liggur fyrir fundinum með þeirri breytingu að þóknun vegna umsýslu verði 5%.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hvammur - Landskipti

Málsnúmer 202007018

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir landskipti í samræmi við 48 gr. skipulagslaga og veitir jákvæða umsögn um landskipti í samræmi við 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fénaðarklöpp 3, umsókn um lóð

Málsnúmer 201206122

Frímúrarastúkan Vaka sótti um lóðina Fénaðarklöpp 3, 15. júní 2012 og var afgreiðslu máls frestað. Jafnframt var ákveðið af skipulags- og mannvirkjanefnd að farið yrði í gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Laufás 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006103

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á bílskúr að Laufási 11. Breyta á bílskúr í stúdíóíbúð og geymslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að þessi áform verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast grenndarkynninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir Selás 33

Málsnúmer 202006083

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu gestahúss að Selási 33.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að þessi áform verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast grenndarkynninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Tjarnarás 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202005107

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi saltgeymslu við Tjarnarás 9.
Grenndarkynning hefur farið fram og er án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir grenndarkynninguna og vísar útgáfu byggingarleyfis til skipulags- og byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Grásteinn sumarhús

Málsnúmer 202003023

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, Grásteinn sumarhús ehf. Umsækjandi og forsvarsmaður er Guðmundur Ármannsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa.
Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð bendir þó á athugasemdir byggingarfulltrúa, sem fram koma í umsögn hans.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar, Lyngás Guesthouse

Málsnúmer 202005184

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV að Lyngási 5 - 7. Umsækjandi er LMOJ ehf, forsvarsmaður Jitka Hamrova.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 19 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands, en ábendingu hefur verið komið til Heilbrigðiseftirlitsins varðandi misræmi milli umsagnar og umsóknar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 10:00.