Laufás 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006103

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 521. fundur - 13.07.2020

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á bílskúr að Laufási 11. Breyta á bílskúr í stúdíóíbúð og geymslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að þessi áform verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast grenndarkynninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.