Umhverfis- og framkvæmdanefnd

138. fundur 09. september 2020 kl. 17:00 - 20:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
  • Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta fjórum málum á dagskrá fundarins og verða þau númer 17, 18, 19 og 20.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Deiliskipulag Fellaskóla breyting

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Ráðgjar við hönnun nýs leikskóla í Fellabæ óska eftir því að vinna breytingu á núgildandi deiliskipulagi Fellaskóla í stað þess að vinna nýtt deiliskipulag fyrir leikskólann samkvæmt samningi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Stuðlagil - öryggismál

Málsnúmer 202008091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir breytingu á útsýnispalli með ramp í átt að brún á gilinu. Breytingin er innan marka fyrir útsýnispall samkvæmt staðfestu deiliskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti enda leggi framkvæmdaaðili fram reyndarteikningar, þ.e. hnitsetningu útlína mannvirkis að framkvæmd lokinni sem staðfesti að þær séu innan marka staðfests deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Lagarfell 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 201911101Vakta málsnúmer

Borist hefur svar frá hönnuðum við athugasemd sem barst við grenndarkynningu. Einnig hefur borist umsögn frá HEF.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti enda verði haft samráð við veitustofnanir og HAUST um framkvæmdina. Nefndin samþykkir að senda þeim sem gerðu athugasemdir svar hönnuðar sem svar nefndarinnar við fram komnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Umsókn um lóð, Faxagerði 3

Málsnúmer 202009008Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um lóð að Faxagerði 3 frá Brúarsmiðum ehf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð, Bláargerði 34

Málsnúmer 202009004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um lóðina Bláargerði 34 frá Anítu Eir Jakobsdóttur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Laufás 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202006103Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Miðvangur 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202009016Vakta málsnúmer

Borist hefur byggingarleyfisumsókn fyrir útiskilti við stofnbraut á móti Miðvangi 13.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindi um skilti á þessum stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 202009015Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir bílastæðum og stígagerð að Galtastöðum fram.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

9.Vararafstöð fyrir fjarskipti við Þverkletta 3

Málsnúmer 202006081Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samþykki fasteignaeiganda Þverkletta 1 og 3 að heimila uppsetningu á vararafstöð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Staðfang á lóð úr landi Urriðavatn

Málsnúmer 202007029Vakta málsnúmer

Lagt er til að staðföng verði löguð ef ábendingar berast um þau. Við breytingu á staðfangi verði haft samband við eigendur og þeim gefinn kostur á að koma með tillögu að nafni. Eigendum ber að hafa í huga að reglugerð um staðföng setur skyldur á eigendur við val á nafni.

Fyrir liggur að eigandi kallar húsið Bjarkarás og samþykki hans fyrir því að nota það heiti sem staðfang.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að staðfang fyrir lóðina verði Bjarkarás.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Gangnaboð og gangnaseðlar 2020

Málsnúmer 202008081Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaboð fyrir Velli, Fell og Eiðaþinghá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gangnaseðla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202004198Vakta málsnúmer

Borist hefur umsögn Vegagerðarinnar um skipulagslýsinguna. Ekki hefur borist umsögn frá Skipulagsstofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögninni til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236Vakta málsnúmer

Borist hafa svör frá skipulagsráðgjafa við athugasemdum við auglýsingu skipulagstillögu. Beðið er eftir umsögn Minjastofnunar um tillöguna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að svör skipulagsráðgjafa verði notuð til þess að svara fram komnum athugasemdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Miðbær Egilsstaða deiliskipulag 2016

Málsnúmer 201401135Vakta málsnúmer

Borist hefur umsögn frá Vegagerðinni. Ekki eru gerðar athugasemdir í umsögn Vegagerðarinnar við deiliskipulagið enda hefur það verið unnið í nánu samráði við Vegagerðina.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda umsögnina til skipulagsráðgjafa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202002112Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 157. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir með Heilbrigðisnefnd Austurlands þar sem hún fagnar tilkomu skýrslu um greiningu á opinberu eftirliti á grundvelli laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og laga nr. 93/1995, um matvæli, og ítrekar þá afstöðu sína sem margoft hefur komið fram að best og hagkvæmast sé að að eftirliti sé sinnt úr
nærumhverfinu í stað þess að þenja út miðlægar eftirlitsstofnanir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Gervigrasvöllur í Selbrekku

Málsnúmer 202007035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði sem snýr að gervigrasvelli í Selbrekku.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela verkstjóra í þjónustumiðstöð og verkefnastjóra umhverfismála að skoða þessar hugmyndir í samráði við umsækjendur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi - efnistaka við Mjóafjarðarveg

Málsnúmer 202008113Vakta málsnúmer

Ný gögn hafa borist vegna umsóknar Vegagerðarinnar um efnistöku við Mjóafjarðarveg. Erindið var áður á dagskrá á 137. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir efnistöku eins og lýst er í umsókninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Tillaga að hundasvæði.

Málsnúmer 202008097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að hundasvæði frá Félagi hundaeigenda á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í staðsetningu fyrirhugaðs hundasvæðis og felur verkstjóra í þjónustumiðstöð og verkefnastjóra umhverfismála að vinna í samráði við Félag hundaeigenda á Fljótsdalshéraði að nánari útfærslu og kostnaðaráætlun á fyrsta áfanga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Varanleg braut fyrir mótocross

Málsnúmer 202008092Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar frá skipulagsráðgjafa um fyrirhugaða aðstöðu fyrir mótocross.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga frá umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels

Málsnúmer 202009042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsóknum framkvæmdaleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels.

Frestað.

Fundi slitið - kl. 20:15.