Tillaga að hundasvæði.

Málsnúmer 202008097

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Erindi frá Félagi hundaeigenda á Fljótsdalshéraði þar sem óskað er eftir afgirtu svæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og leggur til að haldinn verði fundur með fulltrúum félags hundaeigenda á Fljótsdalshéraði fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Fyrir liggur tillaga að hundasvæði frá Félagi hundaeigenda á Fljótsdalshéraði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í staðsetningu fyrirhugaðs hundasvæðis og felur verkstjóra í þjónustumiðstöð og verkefnastjóra umhverfismála að vinna í samráði við Félag hundaeigenda á Fljótsdalshéraði að nánari útfærslu og kostnaðaráætlun á fyrsta áfanga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.