Umsókn um framkvæmdaleyfi - efnistaka við Mjóafjarðarveg

Málsnúmer 202008113

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða aðra möguleika með Vegagerðinni um malarnám úr opnum námum á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Ný gögn hafa borist vegna umsóknar Vegagerðarinnar um efnistöku við Mjóafjarðarveg. Erindið var áður á dagskrá á 137. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir efnistöku eins og lýst er í umsókninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.