Staðfang á lóð úr landi Urriðavatn

Málsnúmer 202007029

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Lagt er til að staðföng verði löguð ef ábendingar berast um þau. Við breytingu á staðfangi verði haft samband við eigendur og þeim gefinn kostur á að koma með tillögu að nafni. Eigendum ber að hafa í huga að reglugerð um staðföng setur skyldur á eigendur við val á nafni.

Fyrir liggur að eigandi kallar húsið Bjarkarás og samþykki hans fyrir því að nota það heiti sem staðfang.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að staðfang fyrir lóðina verði Bjarkarás.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.