Formaður og skipulags- og byggingafulltrúi funduðu með umsækjendum þann 18.9. sl. og ný gögn bárust í framhaldinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að miðað við upplýsingar sem fram koma í umsókninni, sé efri leiðin (hvíta línan) ekki framkvæmdaleyfisskyld. Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar áformum um gerð göngustígs, en fellst ekki á að neðri leiðin (gula línan) eins og henni er líst í innsendum gögnum, geti talist einföld stígagerð eins og gert er ráð fyrir í staðfestu aðalskipulagi og sé því ekki hægt að byggja framkvæmdaleyfi á því. Uppbyggður 2,5 - 3 metra breiður göngustígur með fláum og skeringum, ásamt ræsum með tilheyrandi endafrágangi, er að mati nefndarinnar ekki í samræmi við greinargerð aðalskipulags þar sem segir "mannvirkjagerð þeim megin [að austan] takmarkast við einfalda stíga og palla að því marki sem þarf til að gestir geti gengið öruggt um svæðið og notið náttúrunnar." Nefndin áréttar að halda fláum og skeringum í lágmarki með notkun palla og gæta þarf sérstaklega að því að fella framkvæmdina að landi til að draga úr áhrifum á ásýnd.
Frestað.