Umhverfis- og framkvæmdanefnd

139. fundur 18. september 2020 kl. 17:00 - 19:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson formaður
  • Karl Sigfús Lauritzson aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Valgeir Sveinn Eyþórsson varamaður
  • Sigurður Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli á dagskrá fundarins og verður það nr. 10.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

1.Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202004198

Borist hefur umsögn Skipulagsstofnunar.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Fjarðarheiðarganga á grundvelli skipulagslýsingarinnar og tekið verði tillit til innkominna athugasemda og umsagna. Varðandi gerð tillögu og val á leiðum verði horft til niðurstöðu úr umhverfismati og vinnslutillagan verði unnin samhliða umhverfismatinu í samráði við nefndina og bæjarstjórn, og kynnt íbúum í opnu samráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Vinnslutillaga var kynnt með beinni útsendingu á facebook síðu Fljótsdalshéraðs þ. 1. september sl. Frestur til að skila umsögnum var til 10. september.

Borist hafa umsagnir og athugasemdir frá Vegagerðinni, Haust, Umhverfisstofnun, Rut Magnúsdóttur, Skógræktinni og Minjastofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögnum og athugasemdum til skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði fornleifaskráning fyrir deiliskipulagssvæðið. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg á grundvelli vinnslutillögunnar og tekið verði tillit til umsagna og athugasemda sem borist hafa ásamt niðurstöðu úr fornleifaskráningu þegar hún liggur fyrir. Nefndin telur mikilvægt að sú vinna sem unnin hefur verið í samráði við íbúa og sá vilji sem þar kom fram, haldist áfram í tillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna göngustígs í landi Klaustursels

Málsnúmer 202009042

Formaður og skipulags- og byggingafulltrúi funduðu með umsækjendum þann 18.9. sl. og ný gögn bárust í framhaldinu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að miðað við upplýsingar sem fram koma í umsókninni, sé efri leiðin (hvíta línan) ekki framkvæmdaleyfisskyld.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar áformum um gerð göngustígs, en fellst ekki á að neðri leiðin (gula línan) eins og henni er líst í innsendum gögnum, geti talist einföld stígagerð eins og gert er ráð fyrir í staðfestu aðalskipulagi og sé því ekki hægt að byggja framkvæmdaleyfi á því. Uppbyggður 2,5 - 3 metra breiður göngustígur með fláum og skeringum, ásamt ræsum með tilheyrandi endafrágangi, er að mati nefndarinnar ekki í samræmi við greinargerð aðalskipulags þar sem segir "mannvirkjagerð þeim megin [að austan] takmarkast við einfalda stíga og palla að því marki sem þarf til að gestir geti gengið öruggt um svæðið og notið náttúrunnar." Nefndin áréttar að halda fláum og skeringum í lágmarki með notkun palla og gæta þarf sérstaklega að því að fella framkvæmdina að landi til að draga úr áhrifum á ásýnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

4.Egilsstaðir 2 Kollstaðir landskipti

Málsnúmer 202009088

Borist hefur erindi um landskipti fyrir lóð úr landi Egilsstaða 2 Kollstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

5.Davíðsstaðir beiðni um landskipti

Málsnúmer 202009089

Borist hefur beiðni um landsskipti í landi Davíðsstaða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Grund umsókn um landskipti

Málsnúmer 202009090

Borist hefur erindi um landskipti að Grund á Jökuldal

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi beiðni um landsskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Gangnaboð og gangnaseðlar 2020

Málsnúmer 202008081

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Jökuldal austan ár og Tungu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um afnot af túnum í órækt við Hólshjáleigu

Málsnúmer 202009061

Borist hefur beiðni um afnot af túnum í órækt við Hólshjáleigu.

Málinu frestað

9.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Málsnúmer 202002112

Borist hafa fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2020

Lagt fram til kynningar.

10.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202006083

Grenndarkynning hefur farið fram vegna umsóknar um byggingaráform. Ein athugasemd barst.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þykir miður að grenndarkynning skuli hafa dregist á þessu erindi en það á sér skýringar í mannaskiptum á sviðinu, og að erindið barst á sumarleyfistíma. Eigi að síður hefur umsóknaraðili farið í framkvæmdir í heimildarleysi. Nefndin getur ekki fallist á að athugasemdin hafi áhrif á niðurstöðu um leyfisveitingu þar sem ekki kemur fram rökstuðningur að tiltekin framkvæmd hafi grenndaráhrif.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja erindið og heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:45.