Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Lagt er fram deiliskipulag Selskógar samþykkt í sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 12.07.2006 til kynningar að beiðni nefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að stofnaður verði þriggja manna vinnuhópur sem skili af sér tillögum að framkvæmdum og viðhaldi Selsskógar. Niðurstaða hópsins liggi fyrir við gerð fjáhagsáætlunar í haust.
Nefndin beinir því til þjónustumiðstöðvar að farið verði í viðhald og lagfæringar á stígum í Selskógi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Lagt er fram deiliskipulag Selskógar samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 12.07.2006 til kynningar að beiðni nefndar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að stofnaður verði þriggja manna vinnuhópur sem skili af sér tillögum að framkvæmdum og viðhaldi Selskógar. Niðurstaða hópsins liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í haust.
Bæjarstjórn beinir því til þjónustumiðstöðvar að farið verði í viðhald og lagfæringar á stígum í Selskógi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77. fundur - 27.09.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að gera verðkönnun á skipulagsvinnu fyrir Selskóg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulags Selskógar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að erindið fá umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem að málið varðar. Nefndin óskar eftir því að ábendingar hafi borist fyrir 15. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 68. fundur - 23.04.2018

Fyrir liggur samantekt frá Teiknistofunni AKS varðandi deiliskipulag Selskógar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til á fundi sínum 11. apríl 2018 að erindið fengi umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem málið varðar. Nefndin óskar eftir því að ábendingar hafi borist fyrir 15. maí nk.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar góðri samantekt um skóginn. Nefndin leggur áherslu á að svæðið verði áfram nýtt til útivistar og í auknum mæli til ýmis konar menningarstarfsemi. Má þar nefna nýtingu á útileikhúsi og tónleikahald í Vémörk. Nefndinni hugnast sviðsmynd 3 í greinargerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 41. fundur - 25.04.2018

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar góðri samantekt um Selskóg.

Nefndin leggur áherslu á að svæðið verði nýtt til fjölbreyttrar útivistar og heilsueflingar. Nefndinni hugnast sviðsmynd 1 í greinargerðinni, með áherslu á að efla það svæði sem við höfum til umráða í dag áður en farið er í stækkun á svæðinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 26.04.2018

Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS varðandi deiliskipulag Selskógar.
Ungmennaráð leggur ríka áherslu á að skapa Selskógi sérstöðu sem heilsárs útivistarsvæði með áherslu á fjölbreytta heilsueflingu. Til dæmis með vel afmörkuðum stígum, útiæfingasvæði, hjólabraut og fleira.

Ungmennaráði hugnast sviðsmynd 3 í greinargerðinni.

Ungmennaráð felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 92. fundur - 23.05.2018

Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulag Selskógar. Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til á 89. fundi sínum að erindið fengi umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem að málið varðar. Nefndin óskaði eftir því að ábendingar bærust fyrir 15. maí, fyrir liggja umsagnir frá Ungmennaráði, Íþrótta- og tómstundanefnd og Atvinnu- og menningarnefnd.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði breyting á deiliskipulagi Selkógar. Breytingin verði unnin samkvæmt sviðsmynd 3. í stefnumörkun um Selskóg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Náttúruverndarnefnd - 9. fundur - 02.07.2018

Náttúruverndarnefnd er sammála því að unnið verði út frá sviðsmynd 3 þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði heildarskipulag fyrir Selskóg og svæði í Miðhúsaskógi sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Nefndin leggur þó áherslu á að í þeirri vinnu verði skoðað að friðlýsa svæðið, í heild eða hluta, í samræmi við áherslur í gildandi aðalskipulagi og upplýsingar um sérstöðu svæðisins sem komið hafa fram í náttúruverndaráætlunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 94. fundur - 11.07.2018

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskaði eftir umsögnum fastanefnda varðandi deiliskipulag Selskógar á vormánuðum, umsagnir hafa verið afgreiddar frá nefndum og liggur fyrir að taka afstöðu til þeirra.

Undir þessum lið sátu Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála og Hafliði Hörður Hafliðason og Jón Óli Benediktsson sem kynntu hugmyndir um vetrarútivist í Selskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi Selskógar í samræmi við sviðsmynd 3. úr skýrslu Teiknistofu AKS, Stefnumörkun um Selskóg og nágrenni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96. fundur - 29.08.2018

Fyrir fundi liggur að taka ákvörðun um áframhald á vinnu við deiliskipulag Selskógar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga að tilboði AKS teiknistofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 103. fundur - 12.12.2018

Kynning á vinnu við gerð deiliskipulags Selskógar.

Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stefnumótunarfund um Selskóg sem fór fram 11. desember sl.

Mál áfram í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 104. fundur - 09.01.2019

Stefnumótunarfundur með íbúum um framtíð Selskógar var haldinn á Lyngási 12. þann 11.desember sl. Vinna á fundinum fór fram í anda AirOpera sem er skilvirk leið til að fá einstaklinga til að leggja eigin hugmyndir inn í hópvinnu þar sem þær eru svo ræddar og komist að niðurstöðu varðandi markmið deiliskipulags.

Umhverfis-og framkvæmdanefnd leggur til að samantekt verði nýtt í deiliskipulagssvinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131. fundur - 22.04.2020

Til umræðu er deiliskipulag Selskógar.
Anna Katrín Svavarsdóttir kom á fundinn og fór yfir stöðu á vinnu við deiliskipulag Selskógar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 133. fundur - 27.05.2020

Áhugahópur um vetraríþróttir í Selskógi kynnti fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd hugmyndir sínar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jóni Agli Sveinssyni og Magnúsi Baldri Kristjánssyni fyrir kynningu sína á möguleikum varðandi nýtingu Selskógar sem skíðasvæði yfir vetrartíma.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135. fundur - 24.06.2020

Tillaga að deiliskipulagi Selskógar til umfjöllunar.

Farið yfir stöðu deiliskipulags Selskógar, deiliskipulag er að mestu tilbúið.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136. fundur - 12.08.2020

Skipulagsráðgjafi Sóley Valdimarsdóttir kynnti vinnslutillögu fyrir deiliskipulag í Selskógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að tillagan verði kynnt sem vinnslutillaga fyrir umsagnaraðilum og almenningi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 65. fundur - 10.09.2020

Lagt fram til kynningar deiliskipulag Selskógar frá 25. ágúst 2020.

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með frábærar tillögur að deiliskipulagi Selskógar og vonar að þær komi til framkvæmdar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139. fundur - 18.09.2020

Vinnslutillaga var kynnt með beinni útsendingu á facebook síðu Fljótsdalshéraðs þ. 1. september sl. Frestur til að skila umsögnum var til 10. september.

Borist hafa umsagnir og athugasemdir frá Vegagerðinni, Haust, Umhverfisstofnun, Rut Magnúsdóttur, Skógræktinni og Minjastofnun.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa umsögnum og athugasemdum til skipulagsráðgjafa.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að unnin verði fornleifaskráning fyrir deiliskipulagssvæðið. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg á grundvelli vinnslutillögunnar og tekið verði tillit til umsagna og athugasemda sem borist hafa ásamt niðurstöðu úr fornleifaskráningu þegar hún liggur fyrir. Nefndin telur mikilvægt að sú vinna sem unnin hefur verið í samráði við íbúa og sá vilji sem þar kom fram, haldist áfram í tillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu