Náttúruverndarnefnd

9. fundur 02. júlí 2018 kl. 13:00 - 16:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Aðalsteinn Ingi Jónsson varaformaður
  • Sigríður Ruth Magnúsdóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Fundir náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201806147

Náttúruverndarnefnd samþykkir að halda þrjá fundi í haust, 10. september, 8. október og 12. nóvember, kl. 16.
Ákvörðun um fundi 2019 verður tekin í tengslum við gerð starfsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda 2017

Málsnúmer 201710115

Starfsmaður gerði grein fyrir ársfundi Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga sem hann sótti í nóvember sl. Einnig lá fyrir fundinum samantekt frá fundinum.

Lagt fram til kynningar

3.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Náttúruverndarnefnd er sammála því að unnið verði út frá sviðsmynd 3 þar sem gert er ráð fyrir að unnið verði heildarskipulag fyrir Selskóg og svæði í Miðhúsaskógi sem er í eigu Fljótsdalshéraðs. Nefndin leggur þó áherslu á að í þeirri vinnu verði skoðað að friðlýsa svæðið, í heild eða hluta, í samræmi við áherslur í gildandi aðalskipulagi og upplýsingar um sérstöðu svæðisins sem komið hafa fram í náttúruverndaráætlunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni

Málsnúmer 201806099

Til fundarins komu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Fóru þeir yfir erindi félagsins þar sem óskað er eftir framlagi til landvörslu í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp. Eftir góða yfirferð og spurningar var þeim þökkuð koman.

Náttúruverndarnefnd lýsir yfir ánægju með störf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að eflingu ferðamennsku og náttúruverndar á svæðinu. Nefndin er sammála því að mikilvægt er að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða í sátt við umhverfi og samfélag m.a. með því að auka landvörslu.

Nefndin óskar eftir að við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2019 verði gert ráð fyrir framlagi til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Halla Sigrún yfirgaf fundinn kl. 14:30

Gestir

  • Þorvaldur P. Hjarðar - mæting: 14:00
  • Þórhallur Þorsteinsson - mæting: 14:00

5.Starfsáætlun náttúruverndarnefndar

Málsnúmer 201806148

Undir þessum lið var farið yfir verksvið náttúruverndarnefnda út frá lögum og reglum sem um þær gilda. Einnig var farið yfir lista yfir friðlýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá sem eru innan sveitarfélagsins.

Náttúruverndarnefnd samþykkir að á næstu fundum nefndarinnar verði unnin starfsáætlun fyrir komandi ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:00.