Undir þessum lið var farið yfir verksvið náttúruverndarnefnda út frá lögum og reglum sem um þær gilda. Einnig var farið yfir lista yfir friðlýst svæði og svæði á náttúruminjaskrá sem eru innan sveitarfélagsins.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að á næstu fundum nefndarinnar verði unnin starfsáætlun fyrir komandi ár.
Fyrir fundinum liggja m.a. tillögur UST að friðlýsingum frá 2003 og tillögur Helga Hallgrímssonar frá 2008.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að nefndin setji sér sjálf fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Innan hennar verði gert ráð fyrir kostnaði við rekstur nefndarinnar og fjármunum til að vinna að verkefnum á verksviði nefndarinnar, meðal annars framlag til landvörslu sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 22. ágúst síðastliðinn að gera ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Áfram verði unnið að gerð starfsáætlunar fyrir komandi ár á næstu fundum nefndarinnar.
Rætt um starfsemi nefndarinnar á komandi ári. Fram kom að gert er ráð fyrir venjubundnum útgjöldum á borð við starfsmann nefndarinnar og útgjöld tengd fundum innan fjárhagsáætlunar sem umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur þegar samþykkt frá nefndinni. Einnig hefur við frekari vinnslu fjárhagsáætlunar innan bæjarráðs verið gert ráð fyrir fjármunum til að styrkja landvörsluverkefni á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs auk smávægilegrar fjárhæðar til að sinna öðrum verkefnum á verksviði náttúruverndarnefndar.
Gerð og afgreiðslu starfsáætlunar nefndarinnar er vísað til næsta fundar nefndarinnar sem áformaður er 10. desember nk.
Náttúruverndarnefnd samþykkir að á næstu fundum nefndarinnar verði unnin starfsáætlun fyrir komandi ár.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.