Landvarsla á Víknaslóðum og nágrenni

Málsnúmer 201806099

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 430. fundur - 25.06.2018

Bæjarráð samþykkir að beina erindinu til atvinnu- og menningarnefndar og náttúruverndarnefndar til umfjöllunar og tillögugerðar.

Náttúruverndarnefnd - 9. fundur - 02.07.2018

Til fundarins komu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Fóru þeir yfir erindi félagsins þar sem óskað er eftir framlagi til landvörslu í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp. Eftir góða yfirferð og spurningar var þeim þökkuð koman.

Náttúruverndarnefnd lýsir yfir ánægju með störf Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að eflingu ferðamennsku og náttúruverndar á svæðinu. Nefndin er sammála því að mikilvægt er að efla sjálfbæra uppbyggingu ferðamannastaða í sátt við umhverfi og samfélag m.a. með því að auka landvörslu.

Nefndin óskar eftir að við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2019 verði gert ráð fyrir framlagi til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Halla Sigrún yfirgaf fundinn kl. 14:30

Gestir

  • Þorvaldur P. Hjarðar - mæting: 14:00
  • Þórhallur Þorsteinsson - mæting: 14:00

Atvinnu- og menningarnefnd - 72. fundur - 13.08.2018

Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum, Stórurð, Stapavík, Hjálmárdalsheiði, Vestdal og Vestdalsvatni í tvo mánuði ár hvert, fyrst árið 2019.

Erindinu var beint til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 25. júní 2018, til umfjöllunar og tillögugerðar.

Atvinnu- og menningarnefnd telur mikilvægt að sveitarfélagið komi að þessu verkefni og gerður verði samningur milli aðila um það. Nefndin leggur til að sérstaklega verði gert ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 89. fundur - 11.06.2019

Fyrir liggja drög að samningi milli Fljótsdalshéraðs og Ferðafélags Fljótsdalshéraðs um landvörslu á Víknaslóðum, í Stórurð og Stapavík sumarið 2019.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að samningurinn verði samþykktur og verði styrkurinn tekinn af lið 1305.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.