Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS varðandi deiliskipulag Selskógar. Ungmennaráð leggur ríka áherslu á að skapa Selskógi sérstöðu sem heilsárs útivistarsvæði með áherslu á fjölbreytta heilsueflingu. Til dæmis með vel afmörkuðum stígum, útiæfingasvæði, hjólabraut og fleira.
Ungmennaráði hugnast sviðsmynd 3 í greinargerðinni.
Ungmennaráð felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Erla Jónsdóttir og Ásta Dís Helgadóttir, sem sátu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 21. - 23.mars 2018 fyrir hönd ungmennaráðs, gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem þar var unnin.
Ungmennaráð þakkar UMFÍ fyrir að halda ráðstefnu sem þessa árlega og gefa þannig ungmennaráðum og ungu fólki alls staðar af landinu tækifæri til að láta í sér heyra og læra hvert af öðru.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fulltrúi í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af þeim hópi.
Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju sinni með umgjörð Ungmennaþings 2018, en þema þingsins var geðheilbrigði ungs fólks.
Þakkar ungmennaráð öllum þeim sem komu fram á þinginu kærlega fyrir sinn þátt, ekki síst Sigurbjörgu Lovísu Árnadóttur, fundarstýru. Þá þakkar ráðið Menntaskólanum á Egilsstöðum, Árna Ólasyni og Hildi Bergsdóttur, sérstaklega fyrir aðstoð og einstaka velvild.
Ályktun þingsins er í vinnslu og er málinu frestað til næsta fundar.
Ungmennaráð leggur ríka áherslu á að skapa Selskógi sérstöðu sem heilsárs útivistarsvæði með áherslu á fjölbreytta heilsueflingu. Til dæmis með vel afmörkuðum stígum, útiæfingasvæði, hjólabraut og fleira.
Ungmennaráði hugnast sviðsmynd 3 í greinargerðinni.
Ungmennaráð felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.