Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

68. fundur 26. apríl 2018 kl. 16:00 - 18:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Ásta Dís Helgadóttir varaformaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Selskógur deiliskipulag

Málsnúmer 201606027

Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS varðandi deiliskipulag Selskógar.
Ungmennaráð leggur ríka áherslu á að skapa Selskógi sérstöðu sem heilsárs útivistarsvæði með áherslu á fjölbreytta heilsueflingu. Til dæmis með vel afmörkuðum stígum, útiæfingasvæði, hjólabraut og fleira.

Ungmennaráði hugnast sviðsmynd 3 í greinargerðinni.

Ungmennaráð felur starfsmanni að koma ábendingum nefndarinnar vegna stefnumörkunar um Selskóg og nágrenni til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungt fólk og lýðræði 2018

Málsnúmer 201804083

Erla Jónsdóttir og Ásta Dís Helgadóttir, sem sátu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í Grímsnes- og Grafningshreppi dagana 21. - 23.mars 2018 fyrir hönd ungmennaráðs, gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem þar var unnin.

Ungmennaráð þakkar UMFÍ fyrir að halda ráðstefnu sem þessa árlega og gefa þannig ungmennaráðum og ungu fólki alls staðar af landinu tækifæri til að láta í sér heyra og læra hvert af öðru.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Heilsueflandi samfélag - fundir stýrihóps

Málsnúmer 201804086

Fundargerð stýrihóps Heilsueflandi samfélags lögð fram til kynningar.

4.Samþykktir ungmennaráðs.

Málsnúmer 201703054

Ungmennaráð leggur til breytingar á samþykktum ráðsins skv. meðfylgjandi minnisblaði.

Jafnframt leggur ráðið til að núverandi ungmennaráð sitji annað ár, í samræmi við tillögur að breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201804099

Ungmennaráð tók til umræðu opnunartíma sundlaugar.

Starfsmanni falið að boða Kareni Erlu Erlingsdóttur, forstöðukonu Íþróttamiðstöðvarinnar, á næsta fund ungmennaráðs til að ræða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201802005

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fulltrúi í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af þeim hópi.

7.Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2019

Málsnúmer 201804100

Ungmennaráð vísar drögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Forvarnadagur 2018

Málsnúmer 201803055

Farið yfir skipulag Forvarnadags á Fljótsdalshéraði sem haldinn var 12. apríl síðastliðinn.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju sinni með daginn og fagnar góðri samvinnu ungmennaráðs og Nýungar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ungmennaþing 2018

Málsnúmer 201711032

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju sinni með umgjörð Ungmennaþings 2018, en þema þingsins var geðheilbrigði ungs fólks.

Þakkar ungmennaráð öllum þeim sem komu fram á þinginu kærlega fyrir sinn þátt, ekki síst Sigurbjörgu Lovísu Árnadóttur, fundarstýru. Þá þakkar ráðið Menntaskólanum á Egilsstöðum, Árna Ólasyni og Hildi Bergsdóttur, sérstaklega fyrir aðstoð og einstaka velvild.

Ályktun þingsins er í vinnslu og er málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:20.