Fyrir liggur erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fulltrúi í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af þeim hópi.
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur varðandi ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en Kristbjörg situr í ráðinu.
Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.