Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201802005

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 65. fundur - 08.02.2018

Fyrir liggur erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 26.04.2018

Kristbjörg Mekkín Helgadóttir, fulltrúi í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, gerði grein fyrir þeirri vinnu sem unnin hefur verið af þeim hópi.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.09.2018

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur varðandi ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en Kristbjörg situr í ráðinu.