Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

71. fundur 27. september 2018 kl. 16:30 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi - frá mennta- og menningarmálaráðherra.

Málsnúmer 201808197

Starfshópur mennta- og menningarmálaráðherra, sem skipaður var í kjölfar #églíka (#metoo) yfirlýsinga íþróttakvenna, hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Leggur ungmennaráð til að unnið verði með skýrsluna og niðurstöður hennar hjá Fljótsdalshéraði og þær tillögur teknar til greina sem snúa beint að sveitarfélögum. Jafnframt leggur ráðið til að jafnréttisnefnd verði falið að fylgjast með framgangi þeirrar vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201803138

Lögð fram til kynningar æskulýðsstefna Fljótsdalshéraðs og þau atriði sem snúa beint að ungmennaráði.

3.Viðburður í samstarfi við Útmeð'a, Geðhjálp og Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201809096

Sameiginlegur viðburður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum, Útmeð'a og Geðhjálpar er í vinnslu.

4.Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201802005

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Kristbjörgu Mekkín Helgadóttur varðandi ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en Kristbjörg situr í ráðinu.

5.Ungmennaráð Unicef

Málsnúmer 201809102

Ungmennaráð Unicef vantar ungt fólk til að taka þátt í ýmsum verkefnum ráðsins í vetur.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hvetur ungt fólk í sveitarfélaginu til að kynna sér málin og gefa kost á sér til að starfa með ungmennaráði Unicef. Hægt er að leita upplýsinga á vefsíðu ráðsins, https://unicef.is/ungmennarad.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Arctic circle 2018

Málsnúmer 201809101

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin verður í október 2018.

7.Sameiginlegir fundir ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Málsnúmer 201809098

Fyrir liggur að halda sameiginlega fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs starfsárið 2018 - 2019.

Ungmennaráð leggur til að fyrsti fundur verði haldinn 5. desember 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169

Dagskrá og umgjörð Ungmennaþings 2019 í vinnslu.

9.Starfsáætlun ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201808168

Unnið er að starfsáætlun ungmennaráðs samhliða fjárhagsáætlun.

10.Fjárhagsáætlun ungmennaráðs 2019

Málsnúmer 201804100

Fyrir liggja ýmis gögn er varða fjárhagsáætlun ungmennaráðs fyrir árið 2019.

Fjárhagsáætlun ráðsins er í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:45.