Viðburður í samstarfi við Útmeð'a, Geðhjálp og Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201809096

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71. fundur - 27.09.2018

Sameiginlegur viðburður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum, Útmeð'a og Geðhjálpar er í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 72. fundur - 11.10.2018

Fyrir liggur sameiginlegur viðburður ungmennaráðs og Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum.

Unnið er áfram að skipulagningu viðburðarins, sem haldinn verður 13. nóvember, og hann auglýstur fljótlega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 73. fundur - 22.11.2018

Til umræðu viðburður ungmennaráðs sem haldinn var í samstarfi við Geðhjálp og átaksverkefni þeirra, Útmeð'a. Gekk fjáröflun framar vonum og mæting á viðburðinn var frábær.

Ungmennaráð þakkar Geðhjálp kærlega fyrir samvinnuna og jákvæðnina við undirbúning og framkvæmd viðburðarins. Ráðið þakkar jafnframt Vegahúsinu og öðrum sem komu að viðburðinum, í formi styrkja eða aðstoðar, kærlega fyrir og ekki síst öllum þeim ungmennum sem komu og létu sig málið varða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.