Til umræðu viðburður ungmennaráðs sem haldinn var í samstarfi við Geðhjálp og átaksverkefni þeirra, Útmeð'a. Gekk fjáröflun framar vonum og mæting á viðburðinn var frábær.
Ungmennaráð þakkar Geðhjálp kærlega fyrir samvinnuna og jákvæðnina við undirbúning og framkvæmd viðburðarins. Ráðið þakkar jafnframt Vegahúsinu og öðrum sem komu að viðburðinum, í formi styrkja eða aðstoðar, kærlega fyrir og ekki síst öllum þeim ungmennum sem komu og létu sig málið varða.
Ungmennaráð fagnar því að stórt skref hafi verið tekið í uppbyggingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu og óskar Íþróttafélaginu Hetti og íbúum Fljótsdalshéraðs til hamingju með þennan stóra áfanga.
Ungmennaráð þakkar 10. bekkingum Egilsstaðaskóla og kennurum þeirra, nú eins og áður, kærlega fyrir frábærar hugmyndir til að gera bæinn okkar enn betri.
Lagt er til að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki hugmyndirnar til umfjöllunar en skoði sérstaklega hugmyndir varðandi Selskóg, Tjarnargarð og bættan miðbæ.
Ungmennaráð þakkar Geðhjálp kærlega fyrir samvinnuna og jákvæðnina við undirbúning og framkvæmd viðburðarins. Ráðið þakkar jafnframt Vegahúsinu og öðrum sem komu að viðburðinum, í formi styrkja eða aðstoðar, kærlega fyrir og ekki síst öllum þeim ungmennum sem komu og létu sig málið varða.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.