Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

73. fundur 22. nóvember 2018 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Rafael Rökkvi Freysson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Viðburður í samstarfi við Útmeð'a, Geðhjálp og Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201809096

Til umræðu viðburður ungmennaráðs sem haldinn var í samstarfi við Geðhjálp og átaksverkefni þeirra, Útmeð'a. Gekk fjáröflun framar vonum og mæting á viðburðinn var frábær.

Ungmennaráð þakkar Geðhjálp kærlega fyrir samvinnuna og jákvæðnina við undirbúning og framkvæmd viðburðarins. Ráðið þakkar jafnframt Vegahúsinu og öðrum sem komu að viðburðinum, í formi styrkja eða aðstoðar, kærlega fyrir og ekki síst öllum þeim ungmennum sem komu og létu sig málið varða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðbygging við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum

Málsnúmer 201811081

Ungmennaráð fagnar því að stórt skref hafi verið tekið í uppbyggingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu og óskar Íþróttafélaginu Hetti og íbúum Fljótsdalshéraðs til hamingju með þennan stóra áfanga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Starfsáætlun ungmennaráðs 2018-2019

Málsnúmer 201808168

Ungmennaráð samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun fyrir árið 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar 2019

Málsnúmer 201809098

Í vinnslu er dagskrá sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember næstkomandi.

5.Betri bær - ábendingar 10. bekkinga Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201710010

Ungmennaráð þakkar 10. bekkingum Egilsstaðaskóla og kennurum þeirra, nú eins og áður, kærlega fyrir frábærar hugmyndir til að gera bæinn okkar enn betri.

Lagt er til að umhverfis- og framkvæmdanefnd taki hugmyndirnar til umfjöllunar en skoði sérstaklega hugmyndir varðandi Selskóg, Tjarnargarð og bættan miðbæ.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201808169

Fyrir liggur vinna við Ungmennaþing 2019.

Fundi slitið - kl. 18:00.