Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

65. fundur 08. febrúar 2018 kl. 16:30 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir formaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásta Dís Helgadóttir varaformaður
  • Sigdís Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 201802005

Fyrir liggur erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Norrænn rithöfundaskóli fyrir unglinga

Málsnúmer 201802010

Fyrir liggur auglýsing vegna rithöfundaskóla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.

Ungmennaráð beinir því til grunnskóla á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum að kynna verkefnið fyrir nemendum og hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að kynna sér gott tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ungmennaþing 2018

Málsnúmer 201711032

Undirbúningur Ungmennaþings 2018 í vinnslu.

4.Vegahús - fyrirkomulag

Málsnúmer 201705176

Ungmennaráð ræddi núverandi fyrirkomulag Vegahússins - ungmennahúss og hvernig hægt er að hvetja ungmenni til aukinnar þátttöku og eins skoða stefnu hússins til framtíðar.

Fundi slitið - kl. 17:30.