Fyrir liggur erindi frá forsætisráðuneytinu varðandi umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Fyrir liggur auglýsing vegna rithöfundaskóla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar.
Ungmennaráð beinir því til grunnskóla á Fljótsdalshéraði og Menntaskólans á Egilsstöðum að kynna verkefnið fyrir nemendum og hvetur ungmenni í sveitarfélaginu til að kynna sér gott tækifæri.
Ungmennaráð ræddi núverandi fyrirkomulag Vegahússins - ungmennahúss og hvernig hægt er að hvetja ungmenni til aukinnar þátttöku og eins skoða stefnu hússins til framtíðar.
Ungmennaráð fagnar því að ungt fólk á Íslandi fái að koma að verkefninu og hvetur ungmenni á Fljótsdalshéraði til þess að sækja um þátttöku. Þá beinir ráðið því til grunn- og framhaldsskóla á Héraði að kynna þetta tækifæri fyrir sínum nemendum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.