Samþykktir ungmennaráðs.

Málsnúmer 201703054

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 15.03.2017

Rýnt var í samþykktir ungmennaráðs og ræddar breytingar á tilnefningum í ráðið.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 68. fundur - 26.04.2018

Ungmennaráð leggur til breytingar á samþykktum ráðsins skv. meðfylgjandi minnisblaði.

Jafnframt leggur ráðið til að núverandi ungmennaráð sitji annað ár, í samræmi við tillögur að breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 427. fundur - 14.05.2018

Bylgja Borgþórsdóttir tómstunda- og forvarnarfulltrúi og starfsmaður ungmennaráðs mætti á fundin og fór yfir sýn fulltrúa ungmennaráðs á samþykktum fyrir ráðið.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að nýjum samþykktum ungmennaráðs til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 276. fundur - 06.06.2018

Til máls tók. Stefán Bogi Sveinsson sem fagnaði nýrri samþykkt og að þar hefði öflugt ungmennaráð stýrt för.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir við aðra umræðu fyrirliggjandi samþykktir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.