Farið var yfir fundargerð sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar sem haldinn var 1. mars 2017. Almenn ánægja ungmennaráðsfulltrúa var með fundinn og ítrekuð nauðsyn þess að halda slíka fundi reglulega.
Rædd var tillaga til þingsályktunar um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Ungmennaráð fagnar tillögunni sem lögð er fram í annað sinn og leggur áherslu á að allir nemendur í framhaldsskólum á Íslandi hafi jafnan aðgang að þjónustunni. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ungmennaráð skoðaði dagskrá ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði 2017, sem haldin verður í Miðfirði í apríl. Ungmennaráð mun senda fulltrúa á ráðstefnuna. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ákveðið að fulltrúar ungmennaráðs ásamt starfsmanni fari á ráðstefnuna Raddir ungs fólks skipta máli sem haldin verður í Reykjavík næstkomandi föstudag, 17. mars 2017. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ákveðið að ungmennaráðsfulltrúar sitji vinnufund á Reyðarfirði, ásamt ungmennaráðsfulltrúum í Fjarðabyggð, laugardaginn 18. mars 2017. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.