Ungmennaþing 2017

Málsnúmer 201701005

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 12.01.2017

Ræddar voru ýmsar hugmyndir um ungmennaþing sem stefnt er að verði haldið 19. apríl 2017.
Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi til afgreiðslu.

Málið í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 55. fundur - 16.02.2017

Til umræðu voru áherslur og dagskrá ungmennaþings / forvarnadags 2017.
Á fundinn undir þessum lið mættu Árni Pálsson og Reynir Gunnarsson.

Fram kom á fundinum að starfsfólk sveitarfélagsins mun skipuleggja forvarnadag í maí í samstarfi við grunnskólana á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð mun standa fyrir Ungmennaþingi 19. apríl með yfirskriftinni Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi.
Ungmennaráð mun halda vinnufund fram að næsta formlega fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handsuppréttingu.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 15.03.2017

Til umræðu var dagskrá Ungmennaþings 2017. Dagskráin er í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 12.04.2017

Til umræðu voru áherslur og dagskrá Ungmennaþings 19. apríl og vinna sem þarf að inna af hendi þar til af þingi verður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59. fundur - 31.05.2017

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs lýsir ánægju sinni með umgjörð Ungmennaþings 2017, sem bar yfirskriftina Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi.

Ungmennaráð leggur fram eftirfarandi ályktun:

Þann 19. apríl 2017 stóð Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fyrir Ungmennaþingi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Yfirskrift þingsins var Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi og fluttu Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari, bæjarfulltrúi og fyrrum varaþingmaður, og Dagur Skírnir Óðinsson og Margrét Árnadóttir, meðlimir félagsins Ungs Austurlands, erindi. Aron Steinn Halldórsson, formaður Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, setti þingið. Á eftir honum kom Margrét Gauja í pontu og ræddi um mikilvægi þátttöku ungmenna og leiðir fyrir þau til að taka sér vald. Eftir erindi Margrétar Gauju hófst fyrsti umræðuhópurinn undir hennar stjórn. Þá fluttu Dagur Skírnir og Margrét, frá Ungu Austurlandi, sitt erindi og að því loknu hófst síðari umræðuhópur sem þau stýrðu. Þakkar Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs Margréti Gauju, Degi Skírni og Margréti sem og öllum gestum þingsins fyrir að mæta og láta rödd sína heyrast.

Þinggestir voru sammála um að öll ungmenni ættu skilið jöfn tækifæri, óháð kyni eða öðrum breytum, og ræddar voru mögulegar ástæður þess að stelpum sem búsettar eru úti á landi virðist líða verr en strákum á sömu svæðum. Þar spilar mögulega inn í íhaldssemi samfélaga og félagsmótun sem ýtir undir streitu og vanlíðan. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karlmanna og nauðsynlegt að bregðast enn frekar við því. Gestir voru samhuga um mikilvægi þess að ungt fólk fyndi að það gæti leitað sér hjálpar á sínum heimaslóðum, og að nauðsynleg aðstoð og þjónusta sérfræðinga væri til staðar á Austurlandi. Þá voru þinggestir sammála um að enn frekar þyrfti að efla jafnréttisumræðu og kynjafræðslu á öllum skólastigum, meðal annars til að sporna við vanlíðan ungs fólks og auka valdeflingu þess.

Gestir þingsins ræddu að auki um atvinnumarkaðinn á Austurlandi og voru sammála um að fjölbreyttari störf og meiri samkeppni við höfuðborgarsvæðið þyrfti til þess að ungt fólk sem hyggst mennta sig áfram sjái hag sinn í því að búa á Austurlandi að námi loknu.

Að lokum fer þingið fram á að sveitarfélög á Austurlandi leyfi ungmennaráðum og ungu fólki að hafa mun meira að segja á sveitastjórnarstiginu, til að hugmyndir og hugsjónir þess fái sín notið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.