Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

54. fundur 12. janúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson formaður
  • Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Ríkey Dröfn Ágústsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir varamaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ungmennaþing 2017

Málsnúmer 201701005

Ræddar voru ýmsar hugmyndir um ungmennaþing sem stefnt er að verði haldið 19. apríl 2017.
Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi til afgreiðslu.

Málið í vinnslu.

2.Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004

Aron og Ásta gerðu grein fyrir skaðsemi plastpoka í umhverfinu og orkusóunina sem þeim fylgir. Einnig voru rædd ýmis dæmi um neikvæð áhrif plastpoka.

Ungmennaráð fagnar tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 11. janúar 2017 um plasstpopkalaust Fljótsdalshérað 2018.

Ungmennaráðið hvetur til þess að málið verði undirbúið vel og kynnnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og fyrirtækjum. Lögð verði áhersla á að höfðað verði til allra aldurshópa og óskar ráðið eftir því að fulltrúar ungs fólks fái að koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Samþykktir fyrir ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201611010

Fyrir liggja tillögur að breyttum samþykktum fyrir ungmennaráð.

Ungmennaráð vísar drögum að breyttum samþykktum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.