Aron og Ásta gerðu grein fyrir skaðsemi plastpoka í umhverfinu og orkusóunina sem þeim fylgir. Einnig voru rædd ýmis dæmi um neikvæð áhrif plastpoka.
Ungmennaráð fagnar tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 11. janúar 2017 um plasstpopkalaust Fljótsdalshérað 2018.
Ungmennaráðið hvetur til þess að málið verði undirbúið vel og kynnnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og fyrirtækjum. Lögð verði áhersla á að höfðað verði til allra aldurshópa og óskar ráðið eftir því að fulltrúar ungs fólks fái að koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.
Málið verður tekið aftur upp á næsta fundi til afgreiðslu.
Málið í vinnslu.