Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 54. fundur - 12.01.2017

Aron og Ásta gerðu grein fyrir skaðsemi plastpoka í umhverfinu og orkusóunina sem þeim fylgir. Einnig voru rædd ýmis dæmi um neikvæð áhrif plastpoka.

Ungmennaráð fagnar tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 11. janúar 2017 um plasstpopkalaust Fljótsdalshérað 2018.

Ungmennaráðið hvetur til þess að málið verði undirbúið vel og kynnnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og fyrirtækjum. Lögð verði áhersla á að höfðað verði til allra aldurshópa og óskar ráðið eftir því að fulltrúar ungs fólks fái að koma að undirbúningi og framkvæmd verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Fyrir liggja upplýsingar um söluaðila og verð á margnota burðarpokum.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Fyrir liggja upplýsingar um söluaðila og verð á margnota burðarpokum.

Málið var áður á dagskrá 74. fundar þann 9. ágúst 2017.

Samþykkt að fá endanlegt tilboð í verð frá framleiðanda.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggja upplýsingar um söluaðila og verð á margnota burðarpokum.

Málið var áður á dagskrá 74. og 75. funda.


Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að klára málið samkvæmt umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 14.12.2017

Í bókun ungmennaráðs frá því í janúar 2017 fagnar ungmennaráð því að Fljótsdalshérað ætli að ráðast í að verða plastpokalaust sveitarfélag. Jafnframt óskaði ráðið eftir aðkomu að málinu.

Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um það hvar málið er statt og ítrekar jafnframt ósk um aðkomu að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 64. fundur - 18.01.2018

Verkefnastjóri umhverfismála kynnti hvernig staða sveitarfélagsins er varðandi Plastpokalaust Fljótsdalshérað.