Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

64. fundur 18. janúar 2018 kl. 16:30 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Erla Jónsdóttir aðalmaður
  • Ásta Dís Helgadóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við einu máli. Verður það mál nr.1 á dagskrá.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Laun ungmennaráðsmeðlima

Málsnúmer 201801075

Formaður ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs tilkynnti að gert væri ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins 2018 að ungmennaráðsmeðlimir fái greitt fyrir fundasetu frá og með janúar 2018 skv. launakjörum C-nefnda sveitarfélagsins.

2.Kynning skipulags- og byggingafulltrúa

Málsnúmer 201801041

Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti m.a. deili- og aðalskipulag og störf skipulags- og byggingafulltrúa.

3.Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004

Verkefnastjóri umhverfismála kynnti hvernig staða sveitarfélagsins er varðandi Plastpokalaust Fljótsdalshérað.

4.Ungmennaþing 2018

Málsnúmer 201711032

Undirbúningur Ungmennaþings 2018 í vinnslu.

5.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur

Málsnúmer 201711053

Dagskrá sameiginlegs fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:00.