Umhverfis- og framkvæmdanefnd

76. fundur 13. september 2017 kl. 17:00 - 19:25 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einu máli við dagskrána, sem er Grásteinn - deiliskipulag og verður það nr. 17.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hleðslustöð, Kaupvangi 4

Málsnúmer 201709011

ON (Orka náttúrunnar ohf.), sækir um framkvæmdarleyfi fyrir hlöðu fyrir rafbíla á lóð N1 á Egilsstöðum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsóknaraðila.

Að öðru leiti er málið í vinnslu.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, Geirastaðir II

Málsnúmer 201708091

Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, Geirastaðir II.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Brávellir 14 - bílskúr

Málsnúmer 201706037

Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi - Brávellir 14 bílskúr.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina samkvæmt 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eyvindará II deiliskipulag

Málsnúmer 201601236

Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að skipulagstillagan hljóti meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt er til að bætt verði inn í skipulagsgögnin upplýsingum um þéttleika byggðar og núverandi umfang starfsemi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201708022

Umsókn um byggingarleyfi að Bjarkarseli 16.

Byggingarfulltrúa er falið að ræða við málsaðila og kynna fyrir þeim tillögu að úrlausn málsins.

Mál í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001

Fyrir liggur húsaskrá fyrir Selás, Laufás og hluta Lagaráss og Tjarnarbrautar sem unnin er í tengslum við verkefnið verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.

7.Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004

Fyrir liggja upplýsingar um söluaðila og verð á margnota burðarpokum.

Málið var áður á dagskrá 74. og 75. funda.


Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að klára málið samkvæmt umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Gangnaboð og gangnaseðlar 2017

Málsnúmer 201708035

Lagðir eru fram gangnaseðlar Skriðdals og Jökuldals austan Jökulsár á Dal og Tungu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Athugsemdir við gangnaseðil í Skriðdal.

Málsnúmer 201708035

Fyrir liggja athugasemdir við gangnaseðil Skriðdals frá Kjartani Ottó Hjartarsyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til fjallskilastjórnar Skriðdals hvort rétt sé að endurskoða skiptingu dagsverka við smölun á afrétt.

Framvegis sendi sveitafélagið gangnaboð á alla landeigendur í sveitafélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

10.Lóðaleigusamningur / Eignahald á bílvog.

Málsnúmer 201709018

Fyrir liggur bréf frá Sigþóri Halldórssyni f.h. Yls ehf. með ósk um að gerður verði lóðaleigusamningur um lóðina Lyngás 10.

Umhverfis og framkvæmdanefnd samþykkir að gerður verði lóðaleigusamningur um lóðina, Lyngás 10.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Staðfesting á uppdrætti, Hjallaskógur land nr.157525

Málsnúmer 201708092

Fyrir liggur ósk frá Sigrúnu H. Pálsdóttur um staðfestingu á lóðaruppdrætti í Hjallakógi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að staðfesta uppdráttinn þegar fyrir liggur staðfesting á landamerkjum aðliggjandi lóða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Fyrir liggur samantekt á tilboðum í rekstur rafhleðslustöðva.

Mál í vinnslu.

13.Fallegri listigarð

Málsnúmer 201709022

Lagt fram erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bendir á að nefndin hefur nú þegar látið vinna umhirðu og framkvæmdaáætlun fyrir Tjarnargarðinn, sem nú er unnið eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fegrun á aðkomu í Fellabæ

Málsnúmer 201709021

Lagt fram erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur látið vinna skýrslu um aðkomur að þéttbýlinu, Egilsstöðum og Fellabæ sem notuð verður við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ

Málsnúmer 201708094

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Kirkjubæjar.

Máli frestað.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla álits lögfræðings á stöðu sveitafélagsins varðandi landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Unaós

Málsnúmer 201708093

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Unaóss.

Máli frestað.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla álits lögfræðings á stöðu sveitafélagsins varðandi landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Grásteinn, deiliskipulag

Málsnúmer 201703008

Fyrir liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni vegna tillögu að deiliskipulagi Grásteinn, Eyvindaraá 13.
þar er óskað eftir upplýsingu um hvort deiliskipulag uppfylli ákvæði um þéttleika byggðar í aðlaskipulagi og hvernig vegtengingu við lóð nr. 12 verði háttað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur fram að lóðir sem tillagan nær til eru mismunandi að stærð, allt frá rúmum 300 m2 til nær 5000 m2 á landsvæði sem er einungis 2.5 ha. að stærð.
Því er það ljóst að heildarsvæðið stenst ekki ítrustu viðmið aðalskipulags hvað varðar þéttleika.
Nefndin gerir ráð fyrir að lóð nr. 12 verði tengd þjóðvegi með þeirri vegtengingu sem sýnd er í tillögu samanber liður 1.5 í greinagerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 19:25.