Lagt er fyrir nefndina bréf Ísorku vegna rafbílavæðingar á Fljótsdalshéraði. Tilefni bréfsins er tvíþætt, annarsvegar að minna á uppsetninguna og hinsvegar að bjóða upp á að tengja stöðina við Ísorku.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að bréfritari kynni erindið frekar fyrir nefndinni, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.
Lagt er fyrir erindi Ísorku að nýju. Á síðasta fundi Umhverfis- og framkvæmdanefndar var óskað eftir frekari gögnum.
Starfsmaður Ísorku Sigurður Ástgeirsson, tengist með fjarbúnaði á fundartíma til að kynna rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að rafhleðslustöðin sem gefin var af Orkusölunni verði sett upp við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og að verkið verði unnið í samvinnu við Ísorku samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Fyrir liggur samantekt á tilboðum í rekstur rafhleðslustöðva.
Málið var áður á dagskrá 13.september sl.
Í ljósi breyttra aðstæðna og þess að fyrirtæki eru nú að setja upp hleðslustöðvar þá gerir nefndin það að tillögu sinni að sveitafélagið taki ekki þátt í verkefninu að svo stöddu.
Undir þessum dagskrárlið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnastjóri hjá Austurbrú og fór yfir málið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur rétt að hleðslustöðvar séu í eigu sveitarfélagsins í byrjun. Nefndin óskar eftir nánari útfærslu á tilboði Hlöðu og felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Austurbrú, Fljótsdalshrepp og Fjarðabyggð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Jón Steinar fyrir kynninguna.
Fyrir liggja tilboð frá Hlöðu og Ísorku um uppsetningu á hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Hlöðu í samræmi við tilboð frá janúar 2018. Lagt er til að stöðvarnar verði staðsettar við Fellavöll, Vilhjálmsvöll og tvær við tjaldsvæðið við Kaupvang.
Farið yfir athugasemdir lögfræðings á samningsdrögum sem hafa borist varðandi uppsetningu rafhleðslustöðva. Samþykkt að fá verkefnastjóra í orkuskiptum á Austurlandi til að koma til fundar við bæjarráð og fara yfir málið.
Til fundarins mætti Jón Steinar Mýrdal verkefnastjóri frá Austurbrú og Freyr Ævarsson verkefnisstjóri umhverfismála hjá Fljótsdalshéraði. Fór Jón í fyrstu yfir undirbúning á vegum Austurbrúar að uppsetningu rafhleðslustöðva á Austurlandi. Einnig var farið yfir drög að samningi um uppsetningu og rekstur rafhleðslustöðva og athugasemdir við þau. Síðan svöruðu þeir Jón og Freyr spurningum fundarmanna. Málið er áfram í vinnslu og stefnt að því að ljúka gerð samnings sem fyrst.
Fyrir liggur samningur við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði. Erindið var áður á dagskrá 95. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Tilefni bréfsins er tvíþætt, annarsvegar að minna á uppsetninguna og hinsvegar að bjóða upp á að tengja stöðina við Ísorku.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir því að bréfritari kynni erindið frekar fyrir nefndinni, að öðru leiti er erindið lagt fram til kynningar.