Umhverfis- og framkvæmdanefnd

70. fundur 24. maí 2017 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Vífill Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að tveimur málum yrði bætt við, Eigendaskipti á landspildunni Stóravík, ásamt orlofshúsum þar og Ráðning Skipulags- og byggingarfulltrúa, og verða þeir liðir nr. 19 & 20.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.Viðhald fasteignar

Málsnúmer 201705119

Til umræðu er framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna viðhalds á útveggjum kjallara undir burst 2 á Safnahúsinu.

Umhverfis og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að sjá til þess að brugðist verði við framkomnum skemmdum með nauðsynlegum framkvæmdum sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 17:00

2.Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.

Málsnúmer 201607027

Til umræðu er erindið Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd.
Vífill Björnsson segir af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tilnefnir Kjartan Róbertsson sem aðalfulltrúa og Frey Ævarsson sem varamann hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson
  • Freyr Ævarsson

3.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Lagt er fyrir erindið Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum á Fellabæ, ásamt gögnum um aðgerðaráætlun til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Teiknistofu AKS fyrir vinnuna. Nefndin samþykkir að skýrslan verði hér eftir partur af starfsáætlun nefndarinnar.

Starfsmönnum falið að vinna eftir tillögum um umhirðu við aðkomuleiðir strax á þessu sumri.

Jafnframt samþykkir nefndin að Teiknistofan verði fengin til að vinna verkáætlun fyrir Tjarnargarðinn sumarið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson
  • Anna Katrín - mæting: 17:20
  • Kjartan Róbertsson

4.Rafbílavæðing

Málsnúmer 201702095

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu með Austurbrú.
Jafnframt samþykkir nefndin að leitað verði tilboða í:

1) Kaup á hleðslustöðvum
2) A) Þjónustukerfi fyrir stöðvarnar
og / eða
B) Fullan rekstur stöðvanna

Erindi verði svo lagt fyrir fund að nýju að þeirri vinnu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson

5.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2017

Málsnúmer 201705120

Guðrún Ragna víkur af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fyrirkomulagið verði óbreytt frá undanförnum árum, þ.e. að einn sláttur sé frír á einbýlis-, rað- og parhúsalóðum sem eru allt að 400m2 að stærð, afmarkaðar og tilheyra eingöngu húsnæði umsækjanda um slátt. Viðkomandi þarf að eiga lögheimil og hafa fasta búsetu í eigninni.

Ekki verður boðið upp á slátt á fjölbýlishúsalóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson

6.Tjarnarland, urðunarstaður 2017

Málsnúmer 201704090

Lögð er skýrsla og fylgiskjöl fyrir sýnatöku HAUST í urðunarstaðnum Tjarnarlandi, fyrir apríl 2017 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Freyr Ævarsson

7.Umhverfi og umhirða í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201705052

Lagt er fyrir bréf kvenfélagsins Bláklukku.
Í tilefni 70 ára afmæli sveitarfélagsins í ár, er skorað á bæjaryfirvöld að efna til átaks í snyrtingu bæjarins í tilefni að afmælinu. Þá er bæði átt við lóðir einstaklinga og fyrirtækja, ásamt opnum svæðum sveitarfélagsins. Jafnframt skorum við á ykkur að ráða garðyrkjufræðing til sveitarfélagsins til að veita faglega ráðgjöf til bæjarbúa ásamt starfi við skipulag og umhirðu bæjarins.
Bláklukkur eru tilbúnar til að verða þátttakendur í að byggja upp betri umhverfisvitund okkar bæjarbúa og stuðla að fegurri bæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar þann 17.5.2017.
Nefndin felur verkefnisstjóra umhverfismála að senda bréf á íbúa og atvinnurekendur sveitarfélagsins þar sem hvatt er til snyrtingar á lóðum og nánasta umhverfi, auglýsingin verði unnin í samstarfi við kvenfélagið Bláklukku.

Erindinu að öðru leyti vísað til deildarstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson

8.Skógarlönd 3C, umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi.

Málsnúmer 201411159

Lagt er fyrir nefndina bréf frá Jónatansson&Co, lögfræðistofu, efni bréfs: Höfnun Fljótsdalshéraðs á beiðni VBS eignasafns hf. um endurnýjun lóðarleigusamnings vegna Skógalanda 3c þann 6.maí 2015.

Erindið falið bæjarlögmanni til úrlausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Lagt er fyrir nefndina bréf verkefnastjóra sveitarstjórnarmála, Björg Björnsdóttur.
Óskað er eftir tillögum/málefnum sem taka ætti til umræðu og afgreiðslu í nefndum aðalfundar SSA sem fram fer dagana 29-30. september nk. Allar tillögur sem inn koma verða lagðar fyrir nefndir á aðalfundi SSA til afgreiðslu. Leitað er eftir málum sem geta haft jákvæð áhrif á byggðarþróun á Austurlandi s.s. menningar-, atvinnu-, fræðslu-, samgöngu- og byggðamál almennt.

Frestað.

10.Skógarsel 20, innköllun lóðar

Málsnúmer 201705064

Lagt er fyrir bréf Gísla Loga Logasonar, lögfræðings fyrir hönd Íslandsbanka þar sem farið er fram á það að sveitarfélagið falli frá innlausn lóðarinnar að svo stöddu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu á grundvelli lóðarúthlutunarreglna og samþykkta sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Beiðni um breytingu á deiliskipulagi frísundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi

Málsnúmer 201705067

Lagt er fyrir erindi frá Strympa - Skipulagsráðgjöf, Beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi, fyrir hönd Rubin gistingar ehf.
Fyrir hönd Rubin gistingar ehf, kt.460206-0730 fer ég fram á að Fljótsdalshérað geri óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi.
Breytingin felst í því að endurskilgreina landnotkun lóðar nr. 3 á svæði C (landnr. 157472) á þann hátt að heimilt verði að stunda þar rekstur gistiheimilis í flokki II.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.
Jafnframt bendir nefndin á að breytingar á landnotkun fellur undir aðalskipulagsbreytingar og ósk um slíkt þarf að berast frá landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Stjórnsýslukæra vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóðir A6 og B2 á Unalæk

Málsnúmer 201705121

Lögð er fyrir nefndina tilkynning um stjórnsýslukæru, mál nr. 48/2017 ásamt fylgigögnum frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðirnar A6 og B2 á Unalæk á Völlum á Fljótsdalshéraði.
Með vísan til 10. og 13g. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er þess óskað að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varðar innan 30 daga frá dagsetningu bréfs þessa, sbr. 5.mgr. 4.gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, og er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kæruna til sama tíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afhenda öll gögn sem málið varðar og rökstuðning sveitarfélagsins sem leiddi til samþykkta breytinganna á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar

Málsnúmer 201703005

Lagt er fyrir bréf framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs er varðar fyrirspurn um lóðarleigusamning vegna Sigurðarskála í Kverkafjöllum til umfjöllunar.
Vísað er til erindis þíns fyrir hönd Umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs til Vatnajökulsþjóðgarðs, dags. 27. feb. s.l.
Í erindinu er óskað eftir svörum við fjórum spurningum sem snúast um gerð lóðarleigusamninga/lóðarsamninga í þjóðlendum innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs.

Lagt fram til kynningar.

14.Beiðni um skiptingu lands /Mýrar í Skriðdal

Málsnúmer 201705106

Lögð er fyrir nefndina beiðni frá landeigendum Mýra í Skriðdal ásamt umsókn, óskað er eftir að landspilda verði formlega skipt til helmninga eins og meðfylgjandi gögn sýna.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Lögð er drög að umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs, unnin af VSÓ verkfræðistofu, til kynningar.

Frestað.

16.Snjómokstursbifreið

Málsnúmer 201704014

Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 26.4.2017 þar sem samþykkt var að taka tilboði frá IB ehf. í nýjan bíl og snjómokstursbúnað skal það áréttað að kostnaður við kaup á bíl og búnaði fjármagnast af lið 10610 og eignasjóði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd staðfestir kaup á nýjum snjómokstursbíl og búnaði honum tengdum, kaupverðið er 11.430.000 með virðisauka samkvæmt gengi 24.4.2017.
Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Iðnaðarlóðir við Miðás 22 og 24

Málsnúmer 201705076

Lagt er fyrir erindi Guðmars R. Stefánssonar fyrir hönd Brúarsmiða ehf. þar sem farið er á leit við sveitarfélagið um lækkun á gatnagerðargjöldum Miðás 22-24 vegna þess mikla kostnaðar sem yrði við jarðvegsskipti á lóðunum tveimur vegna mikillar dýptar.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að bréfritari mætir á næsta fund nefndarinnar.

Í vinnslu.

18.Frumvarp til laga um skóga og skógrækt

Málsnúmer 201705104

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir inn til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407.mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2.júní nk.
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur engar athugasemdir eða ábendingar fram að færa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Eigendaskipti á landspildunni Stóravík, ásamt orlofshúsum þar

Málsnúmer 201704097

Lagt er fyrir erindið, Eigendaskipti landsspildunnar Stóruvíkur á Völlum, ásamt orlofshúsum sem þar eru.
Í erindi er farið þess á leit að enga eðlisbreytingu er að ræða hvað starfssemi á svæðinu varðar og jafnframt að breyting um landnotkunarflokk úr frístundasvæði í svæði fyrir verslun- og þjónustu verði gerð við næstu reglulegu endurskoðun aðalskipulags.
Á fundi nr. 69 var Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda erindið til umsagnar hjá Skipulagsstofnun.
Þann 19.maí sl. barst umsögn frá Skipulagsstofnun, en niðurlag umsagnar var svohljóðandi:
Aðalskipulagsbreyting er forsenda þess að hægt sé að gefa út rekstrarleyfið og ekki hægt að vísa henni til næstu endurskoðunar aðalskipulagsins.

Með vísan í erindi og innsenda umsögn vísar Umhverfis- og framkvæmdanefnd erindinu til úrlausnar hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa sbr.2.mgr. 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Ráðning skipulags- og byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 201705185

Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi nefndinni frá ráðningu nýs Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Um starfið sóttu sex einstaklingar. Ákveðið hefur verið að ráða Gunnlaug Rúnar Sigurðsson í starfið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd býður Gunnlaug Rúnar velkominn til starfa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Nefndin þakkar Vífli Björnssyni kærlega fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 17:00

Fundi slitið - kl. 17:00.