Umhverfi og umhirða í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201705052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 385. fundur - 15.05.2017

Lagt fram bréf frá kvenfélaginu Bláklukkum dagsett 04.05, þar sem sveitarfélagið og íbúar þess eru hvattir til átaks í að fegra og bæta umhverfið. Bent er á að í sumar er 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum og íbúar, fyrirtæki og sveitarfélagið því hvött til að leggja sérstaka áherslu á góða umgengni og fegrun umhverfisins.

Bæjarráð tekur heilshugar undir með bréfritara og ítrekar hvatningu til íbúa, fyrirtækja og stofnanna að snyrta lóðir og nánasta umhverfi. Erindinu að öðru leyti vísað til verkefnisstjóra umhverfismála og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir bréf kvenfélagsins Bláklukku.
Í tilefni 70 ára afmæli sveitarfélagsins í ár, er skorað á bæjaryfirvöld að efna til átaks í snyrtingu bæjarins í tilefni að afmælinu. Þá er bæði átt við lóðir einstaklinga og fyrirtækja, ásamt opnum svæðum sveitarfélagsins. Jafnframt skorum við á ykkur að ráða garðyrkjufræðing til sveitarfélagsins til að veita faglega ráðgjöf til bæjarbúa ásamt starfi við skipulag og umhirðu bæjarins.
Bláklukkur eru tilbúnar til að verða þátttakendur í að byggja upp betri umhverfisvitund okkar bæjarbúa og stuðla að fegurri bæ.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar þann 17.5.2017.
Nefndin felur verkefnisstjóra umhverfismála að senda bréf á íbúa og atvinnurekendur sveitarfélagsins þar sem hvatt er til snyrtingar á lóðum og nánasta umhverfi, auglýsingin verði unnin í samstarfi við kvenfélagið Bláklukku.

Erindinu að öðru leyti vísað til deildarstjóra Skipulags- og umhverfissviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson