Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56. fundur - 12.10.2016

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Afgreiðslu erindis frestað til næsta fundar sem verður haldinn 20. október 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 57. fundur - 20.10.2016

Lagt er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við Teiknistofuna AKS sf. sem átti lægsta tilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, samantekt tilboða í aðgerðaráætlun fyrir opin svæði og aðkomu Egilsstaða og Fellabæjar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við Teiknistofuna AKS sf. sem átti lægsta tilboðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017

Framvinda vinnu er lögð fram til kynningar.

Málið verði lagt fram að nýju á næsta fundi Umhverfis- framkvæmdanefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Anna Katrín Svavarsdóttir - mæting: 18:00
  • Freyr Ævarsson - mæting: 18:00

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68. fundur - 26.04.2017

Framvinda vinnu er lögð fram til kynningar.

Gestir

  • Anna Katrín Svavarsdóttir - mæting: 17:30
  • Freyr Ævarsson - mæting: 17:30

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir erindið Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum á Fellabæ, ásamt gögnum um aðgerðaráætlun til umræðu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar Teiknistofu AKS fyrir vinnuna. Nefndin samþykkir að skýrslan verði hér eftir partur af starfsáætlun nefndarinnar.

Starfsmönnum falið að vinna eftir tillögum um umhirðu við aðkomuleiðir strax á þessu sumri.

Jafnframt samþykkir nefndin að Teiknistofan verði fengin til að vinna verkáætlun fyrir Tjarnargarðinn sumarið 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson
  • Anna Katrín - mæting: 17:20
  • Kjartan Róbertsson

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að unnið verði eftir framlagðri verkáætlun um Tjarnargarðinn, að tjörninni undanskilinni nú í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Anna Katrín Svavarsdóttir - mæting: 18:20

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 74. fundur - 09.08.2017

Til umræðu er Tjarnargarðurinn og kynning á tillögum að verkefnum fyrir árið 2018.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að í fjárhagsáætlun fyrir 2018 verði gert ráð fyrir fjármunum sem ætlaðir verða til viðhalds og uppbyggingar á gróðri í Tjarnargarðinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.