Umhverfis- og framkvæmdanefnd

71. fundur 14. júní 2017 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Iðnaðarlóðir við Miðás 22 og 24

Málsnúmer 201705076

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veittur verði afsláttur með vísan til heimildar í 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði. Nefndin leggur til að af lóðunum Miðás 22 og 24 verði veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi. Reynist meðal jarðvegsdýpt af lóð nr. 22 meiri en 5 metrar mun nefndin endurskoða afsláttinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðmar Ragnar Stefánsson - mæting: 17:35

2.Aðkoma og græn svæði á Egilsstöðum og Fellabæ

Málsnúmer 201609049

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að unnið verði eftir framlagðri verkáætlun um Tjarnargarðinn, að tjörninni undanskilinni nú í sumar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Gestir

  • Anna Katrín Svavarsdóttir - mæting: 18:20

3.Fundargerð starfshóps um stefnu og hlutverk opinna svæði með áherslu á Tjarnargarðinn og Skjólgarðinn, frá 11. maí 2017

Málsnúmer 201705161

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Stefna um tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705044

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingar


5.135 fundargerð Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201705196

Lagt fram til kynningar

6.Samningur um þátttöku í skógrækt/Davíðsstaðir

Málsnúmer 201703049

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki kröfu um framkvæmdaleyfi að öðru leyti er málið lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

7.Bílastæði og umferðarmál við Miðvang 6

Málsnúmer 201706015

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði þannig að akstursstefna á bílastæði vestan við Miðvang 6, verði frá norðri til suðurs og jafnframt verði bannað að leggja ökutækjum í Fjóluvangi. Nefndin felur starfmanni að senda breytinguna til Lögreglustjórans á Austurlandi til umsagnar og birtingar.
Starfsmanni falið að setja upp viðeigandi merkingar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.
Nefndin gefur leyfi fyrir uppsetningu skilta skv. 7. lið og verði það gert í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar.

Jafnframt samþykkir nefndin að fela yfirmanni eignasjóðs að ganga frá samningi um aðkomu sveitarfélagsins og annarra eigenda á jarðhæð Miðvangs 6, að rekstri bílaplansins og umhirðu við það. Starfsmanni falið að ganga frá uppgjöri vegna stofnkostnaðar við bílastæðin skv. samkomulagi þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Beiðni um lokun göngustíga í Selskógi vegna keppni í Fjallahjólreiðum á Sumarhátíð UÍA

Málsnúmer 201706027

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

9.Bjarkasel 16 færsla á bílskúr

Málsnúmer 201508079

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að fara yfir málið og funda með bréfriturum. Jafnframt samþykkir nefndin að funda með húseigendum að því loknu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Beiðni um leyfi til að setja upp skilti við Ysta Rjúkanda á Jökuldal

Málsnúmer 201706029

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki gefið út stöðuleyfi fyrir mannvirkið en óskar eftir umsókn um bygginga- eða framkvæmdaleyfi fyrir mælamastrinu í landi sveitarfélagsins við Hól. Nefndin tekur jákvætt í óskir um breytingar á skipulagsáætlunum og gerð nýrra.
Nefndin fer þess á leit við Orkusöluna að halda opinn kynningarfund í Hjaltalundi þar sem áætlanir fyrirtækisins um verkefnið verði kynntar.

Já segja fjórir (PS, ÁB, GRE, ÁK) einn greiðir ekki atkvæði (EK)

12.Ástand friðlýstra svæða 2016

Málsnúmer 201706032

Lagt fram til kynningar.

13.Tjarnarbrautarreitur - breyting á deiliskipulagi, íþróttahús

Málsnúmer 201703038

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins. Starfsmönnum falið að taka saman svör við athugasemdum og skila fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

14.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 201706044

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til eins árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2

Málsnúmer 201611003

Frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagstillögu á vinnslustígi er lokið og barst ein athugasemd. Nefndin fór yfir athugasemdina og beinir því til ráðgjafa að hafa hana til hliðsjónar við lokavinnslu tillögunnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt staðfestir umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkt sína frá 68. fundi þann 26. apríl sl. að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2 verði auglýst samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

16.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Ágústa Björnsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðs.

17.Beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda

Málsnúmer 201705167

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að lækka gatnagerðargjöld á lóð nr. 2 við Norðurtún í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 15. febrúar 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

18.Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum

Málsnúmer 201704054

Lagt fram til kynningar.

19.Myndskreytingar á byggingu Rarik við Kaupvang 9

Málsnúmer 201705201

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið. Framkvæmdin verði unnin í samráði við RARIK.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

20.Bygging íbúðarhúss á Höfða, lóð 2 - Fyrirspurn

Málsnúmer 201705202

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að setja sig í samband við bréfritara.

Samþykkt samhljóða við handauppréttingu.

21.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Málinu frestað til næsta fundar.

22.Uppsetning skilta um að gisting sé óheimil á viðkomandi stað

Málsnúmer 201706050

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og gerir tillögu um að skilti verði sett niður á eftirtöldum stöðum að auki:
Á bílaplönum við stofnanir sveitarfélagsins
Á útskoti við gamla Seyðisfjarðarveginn
Við Sigfúsarlund
Við skilti Landgræðslunnar innan við Hól í Hjaltastaðaþinghá

Nefndin beinir þeim tilmælum til íbúa að koma ábendingum til sveitarfélagsins um fleiri staði sem talið er að þarfnist slíkra merkinga. Jafnframt bendir nefndin fyrirtækja- og landeigendum á að þeir geta nýtt sér hönnun skiltisins.
Nefndin felur starfsmanni að skrifa bílaleigum bréf þar sem vakin er athygli á að skv. lögreglusamþykkt sveitarfélagsins er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum og ferðavögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:00.