Uppsetning skilta um að gisting sé óheimil á viðkomandi stað

Málsnúmer 201706050

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og gerir tillögu um að skilti verði sett niður á eftirtöldum stöðum að auki:
Á bílaplönum við stofnanir sveitarfélagsins
Á útskoti við gamla Seyðisfjarðarveginn
Við Sigfúsarlund
Við skilti Landgræðslunnar innan við Hól í Hjaltastaðaþinghá

Nefndin beinir þeim tilmælum til íbúa að koma ábendingum til sveitarfélagsins um fleiri staði sem talið er að þarfnist slíkra merkinga. Jafnframt bendir nefndin fyrirtækja- og landeigendum á að þeir geta nýtt sér hönnun skiltisins.
Nefndin felur starfsmanni að skrifa bílaleigum bréf þar sem vakin er athygli á að skv. lögreglusamþykkt sveitarfélagsins er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum og ferðavögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.