Bílastæði og umferðarmál við Miðvang 6

Málsnúmer 201706015

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði þannig að akstursstefna á bílastæði vestan við Miðvang 6, verði frá norðri til suðurs og jafnframt verði bannað að leggja ökutækjum í Fjóluvangi. Nefndin felur starfmanni að senda breytinguna til Lögreglustjórans á Austurlandi til umsagnar og birtingar.
Starfsmanni falið að setja upp viðeigandi merkingar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.
Nefndin gefur leyfi fyrir uppsetningu skilta skv. 7. lið og verði það gert í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar.

Jafnframt samþykkir nefndin að fela yfirmanni eignasjóðs að ganga frá samningi um aðkomu sveitarfélagsins og annarra eigenda á jarðhæð Miðvangs 6, að rekstri bílaplansins og umhirðu við það. Starfsmanni falið að ganga frá uppgjöri vegna stofnkostnaðar við bílastæðin skv. samkomulagi þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88. fundur - 26.03.2018

Fyrir nefndinni liggur tillaga að gerð og staðsetningu umferðarmerkja við Miðvang 6.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði þannig að akstursstefna á bílastæði vestan við Miðvang 6, verði frá norðri til suðurs. Nefndin felur starfsmanni að senda breytinguna til Lögreglustjórans á Austurlandi til umsagnar og birtingar.
Starfsmanni falið að setja upp viðeigandi merkingar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.

Jafnframt samþykkir nefndin að falla frá samþykkt nefndarinnar frá 14.6.2017 varðandi umferðarmál við Miðvang 6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.