Umhverfis- og framkvæmdanefnd

88. fundur 26. mars 2018 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varamaður
  • Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Ráðning fjallskilastjóra

Málsnúmer 201802092

Ganga þarf frá ráðningu fjallskilastjóra í Hjaltastaðarþinghá og Jökulsárhlíð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Sigbjörn Óli Sævarsson verði fjallskilastjóri í Hjaltastaðarþinghá. Ráðningu fjallskilastjóra í Jökulsárhlíð frestað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjallskil í Loðmundarfirði

Málsnúmer 201803146

Lögð eru fyrir nefndina minnisblað vegna fundar um fjallskil í Loðmundarfirði þann 2. 3. sl. og skýrsla um ferð í Loðmundarfjörð.

Lagt fram til kynningar.

3.Kvörtun vegna númerslausra bíla sem lagt er í bílastæði til langs tíma

Málsnúmer 201803042

Fyrir nefndinni liggur kvörtun vegna lagningar númerslausra bifreiða í íbúðargötum í þéttbýli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vekur athygli á að nú þegar eru í gangi aðgerðir til að stemma stigu við geymslu lausamuna utan og innan lóða í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Nefndin beinir þeim eindregnu tilmælum til starfsmanna sveitarfélagsins að þeir fylgi þessum málum eftir af festu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr Ævarsson sat fundinn undir lið 1, 2 og 3.

4.Landbótasjóður 2018

Málsnúmer 201802012

Fundargerðir Landbótarsjóðs Norður- Héraðs lagðar fram til kynningar ásamt ársreikning.

Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerð 139. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201802058

Fundargerð 139. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201803139

Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

7.Breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð

Málsnúmer 201803086

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á
reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Í þeim er atvinnutengd starfsemi innan
þjóðgarðsins skilgreind og kveðið er á um málsmeðferð, samningsgerð og eftirlit
með slíkri starfsemi.

Afgreiðslu málsins frestað.

8.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201803137

Umsókn um byggingarlóð að Bláargerði 63-65 frá Frosta Þorkelssyni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Innleiðing blágrænna regnvatnslausna í Reykjavík - Kynning á verkefni

Málsnúmer 201803028

Kynning á verkefninu innleiðing blágrænna regnvatnslausna í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

10.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

Málsnúmer 201803008

Fyrir fundinum liggja drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð áætlunarinnar og gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tillaga að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201803144

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar
markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2019

Málsnúmer 201803145

Fyrir fundinum liggur drög að fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir 2019. einnig yfirlit launa tímabilið janúar til mars 2018.

Lagt fram til kynningar.

13.Bílastæði og umferðarmál við Miðvang 6

Málsnúmer 201706015

Fyrir nefndinni liggur tillaga að gerð og staðsetningu umferðarmerkja við Miðvang 6.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að gera breytingu á Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði þannig að akstursstefna á bílastæði vestan við Miðvang 6, verði frá norðri til suðurs. Nefndin felur starfsmanni að senda breytinguna til Lögreglustjórans á Austurlandi til umsagnar og birtingar.
Starfsmanni falið að setja upp viðeigandi merkingar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.

Jafnframt samþykkir nefndin að falla frá samþykkt nefndarinnar frá 14.6.2017 varðandi umferðarmál við Miðvang 6.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 201802179

Fyrir fundinum liggur erindi frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga vegna breytinga á mannvirkjalögum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir umsögn Sambandi íslenskra Sveitarfélaga um málið. Nefndin átelur þau vinnubrögð löggjafans að leita ekki umsagna sveitarfélaga um svo viðamikla breytingu sem komi til með að hafa áhrif til hækkunar á byggingarkostnað og auka útgjöld sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fundi slitið.