Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

Málsnúmer 201803008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418. fundur - 05.03.2018

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman gögn í málinu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

Atvinnu- og menningarnefnd - 65. fundur - 12.03.2018

Fyrir liggja til umsagnar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu drög að Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og drög að Umhverfisskýrslu stefnumarkandi landsáætlunar.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð áætlunarinnar og gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88. fundur - 26.03.2018

Fyrir fundinum liggja drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð áætlunarinnar og gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.