Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

418. fundur 05. mars 2018 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í framhaldi af fundi bæjarráðs er gert ráð fyrir því að fulltrúar bæjarráðs heimsæki leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ ásamt bæjarstjóra og fræðslustjóra.

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæjbörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis fjármálateng málefni.
Magnús Jónsson endurskoðandi mætti á fundinn og fór meðal annars yfir vinnu við uppgjör síðasta árs.


Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð Fljótsdalshérað samþykkir hér með fyrir sitt leyti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól kr. 223.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hlutdeild Fljótsdalshéraðs í framtíðarlífeyrisskuldbindingum Lífeyrissjóðsins Brúar sem telst verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélag að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint,
sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Bæjarráð staðfestir að eftirfarandi fulltrúar muni starfa með fræðslunefnd að rýni að áformum um uppbyggingu leikskóla. Frá bæjarráði Anna Alexandersdóttir og Stefán Bogi Sveinsson, frá umhverfis- og framkvæmdanefn, samkvæmt tillögu nefndarinnar, Árni Kristinsson og Esther Kjartansdóttir.

3.Fundargerð 237. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201802145

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 857.fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201802177

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Björn Ingimarsson fór yfir málefni fundarins, en fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.Ráðstefna um jafnrétti, fjölbreytileika og þátttöku allra

Málsnúmer 201802170

Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um leigutöku á jörðinni Hóli í Hjaltastaðaþinghá

Málsnúmer 201801116

Bæjarstjóra falið að koma á framfæri upplýsingum til umsækjanda varðandi fyrirliggjandi leigusamninga á hluta eignanna á jörðinni.

8.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711059

Í vinnslu.

9.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

Málsnúmer 201803008

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman gögn í málinu og leggja fyrir næsta bæjarráðsfund.

10.Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 201802179

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði undir umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um máli. Það er einnig til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og bæjarráð leggur til að bæjarstjórn taki saman umsögn sem einnig tekur tillit til þess sem frá nefndinni kemur.

11.Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

Málsnúmer 201802163

Í ljósi 4. töluliðar A-hluta tillögurnnar bendir bjarráð Fljótsdalshérað á að það telur óráðlegt að útiloka allar línulagnir yfir hálendi, eins og þar er gert ráð fyrir.
Bæjarráð bendir á að í sumum tilfellum má færa rök fyrir því að línulagnir um láglendi geti verið verri kostur með tilliti til sjónrænna áhrifa, heldur en línulagnir um hálendi. Má þar t.d. benda á svæði sunnan Vatnajökuls, sem sumhver eru innan þjóðgarðsmarka.
Einnig má benda á að orðið hálendi er ekki frekar skilgreint í tillögunni og að mjög ólík sjónarmið geta átt við um línulagnir yfir mismunandi hálendissvæði.

12.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201802180

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

Fundi slitið - kl. 11:30.