Á grundvelli kynnisferðar stjórnenda leik- og grunnskóla fyrir skömmu kynntu Ruth Magnúsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir ýmis tækifæri til þróunar kennsluhátta í grunnskólum með nýrri tækni, einkum spjaldtölvum. Auk þess var rædd þróun undanfarinna fjögurra til fimm ára og staða mála í grunnskólum á Fljótsdalshéraði.
Erindið verður tekið til frekari umfjöllunar síðar á fundi í nefndinni.
Kynnt hugmynd að áætlun um breytta kennsluhætti sem byggir m.a. á spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd telur mikilvægt að áfram verði unnið að undirbúningi að þeirri breytingu á kennsluháttum sem kynnt er í þessari áætlun. Stefnt verði að því að innleiðing geti hafist með markvissum hætti haustið 2018, enda hefjist undirbúningur að því nú á vorönn með því að kennarar fái spjaldtölvur til umráða. Nefndin telur mikilvægt að skólarnir feti þessa leið saman til að tryggja mögulegt hagræði og jafnræði. Nefndin fer fram á að fá eins nákvæma kostnaðaráætlun og unnt er þar sem tekið er tillit til þeirra þátta sem fyrirsjáanlegir eru miðað við þá áætlun sem kynnt hefur verið. Sú áætlun liggi fyrir á fyrri fundi nefndarinnar í febrúar.
Fyrir fundinum liggur greinargerð vegna verkefnisins "Breyttir kennsluhættir á Fljótsdalshéraði", sem hefur verið til umfjöllunar á fundum nefndarinnar, með sundurliðaðri kostnaðaráætlun.
Nefndin tekur undir framkvæmdaáætlun verkefnisins og fer þess á leit við bæjarstjórn að kannað verði hvort hægt sé að tryggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári.
Rætt um spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna, hvernig að því skuli staðið og hversu hratt ætti að vinna verkefnið. Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir undirbúning verkefnisins og umræðu meðal kennara og fræðslunefndar um það. Málið er áfram í vinnslu.
Bæjarráð telur ekki að svo stöddu forsendur til að leggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári, en felur fræðslunefnd að fjalla áfram um verkefnið og finna því stað í fjárhagsáætlunum næstu ára.
Erindið verður tekið til frekari umfjöllunar síðar á fundi í nefndinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.