Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

256. fundur 09. janúar 2018 kl. 17:00 - 19:20 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Ágústa Björnsdóttir formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Bára Stefánsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-6 á dagskránni. Skólastjórar grunnskólanna mættu undir lið 4 og þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.

1.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, fylgdi eftir fundargerð skólaráðs Brúarásskóla frá 15. nóvember 2017.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Brúarásskóli - Þróunarverkefnið Brúin

Málsnúmer 201702011Vakta málsnúmer

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, fylgdi eftir lokaskýrslu þróunarverkefnisins "Brúin". Fræðslunefnd fagnar því frumkvæði sem liggur að baki verkefninu og þeirri verðskulduðu athygli sem það hefur fengið.

Lagt fram til kynningar.

3.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201801019Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti erindið, sem varðar aukna stuðningsþörf vegna tveggja nemenda. Leitað verður leiða til að mæta auknum kostnaði innan samþykktrar áætlunar.

Lagt fram til kynningar.

4.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711059Vakta málsnúmer

Kynnt hugmynd að áætlun um breytta kennsluhætti sem byggir m.a. á spjaldtölvuvæðingu í grunnskólum sveitarfélagsins.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að áfram verði unnið að undirbúningi að þeirri breytingu á kennsluháttum sem kynnt er í þessari áætlun. Stefnt verði að því að innleiðing geti hafist með markvissum hætti haustið 2018, enda hefjist undirbúningur að því nú á vorönn með því að kennarar fái spjaldtölvur til umráða. Nefndin telur mikilvægt að skólarnir feti þessa leið saman til að tryggja mögulegt hagræði og jafnræði. Nefndin fer fram á að fá eins nákvæma kostnaðaráætlun og unnt er þar sem tekið er tillit til þeirra þátta sem fyrirsjáanlegir eru miðað við þá áætlun sem kynnt hefur verið. Sú áætlun liggi fyrir á fyrri fundi nefndarinnar í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fellaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201801020Vakta málsnúmer

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, lagði fram bréf þar sem fram kemur að skólastjóri sem valið hefur að vera með tímabundna ráðningu til 5 ára og deildarstjóri sérkennslu sem hefur verið með tímabundna ráðningu óska ekki eftir endurráðningu frá og með næsta skólaári.
Jafnframt lagði hann fram uppsögn aðstoðarskólastjóra sem taka mun gildi frá og með næsta skólaári. Fram kemur að lögð er áhersla á að staða skólastjóra verði auglýst sem fyrst.

Fræðslunefnd þakkar þeim stjórnendum sem um ræðir fyrir farsæl og góð störf í þágu skólans og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Lagt fram til kynningar.

6.Fellaskóli - húsnæðismál

Málsnúmer 201801021Vakta málsnúmer

Erindið, sem varðar þau þrengsli sem orðin eru í skólanum, mun koma aftur til umfjöllunar með forgangsröðun fræðslunefndar á framkvæmdum og meiri háttar viðhaldi við frumfjárhagsáætlunargerð næsta vor. Mikilvægt er að upplýsingar um húsnæðið og mögulega stækkun þess sem til eru liggi þá fyrir. Jafnframt liggi fyrir mat á nemendaþróun eins langt og hægt er að leggja mat á hana.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:20.