Fellaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201801020

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 09.01.2018

Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, lagði fram bréf þar sem fram kemur að skólastjóri sem valið hefur að vera með tímabundna ráðningu til 5 ára og deildarstjóri sérkennslu sem hefur verið með tímabundna ráðningu óska ekki eftir endurráðningu frá og með næsta skólaári.
Jafnframt lagði hann fram uppsögn aðstoðarskólastjóra sem taka mun gildi frá og með næsta skólaári. Fram kemur að lögð er áhersla á að staða skólastjóra verði auglýst sem fyrst.

Fræðslunefnd þakkar þeim stjórnendum sem um ræðir fyrir farsæl og góð störf í þágu skólans og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Lagt fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 13.02.2018

Fyrir liggur undirrituð staðfesting á starfslokum skólastjóra Fellaskóla, og deildarstjóra sérkennslu auk uppsagnar aðstoðarskólastjóra við skólann.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að starf skólastjóra við Fellaskóla verði auglýst laust til umsóknar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.