Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

258. fundur 13. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Elíasson varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir og Bára Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, sat fundinn undir lið 1.

1.Fellaskóli - starfsmannamál

Málsnúmer 201801020

Fyrir liggur undirrituð staðfesting á starfslokum skólastjóra Fellaskóla, og deildarstjóra sérkennslu auk uppsagnar aðstoðarskólastjóra við skólann.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að starf skólastjóra við Fellaskóla verði auglýst laust til umsóknar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.PISA 2018 fyrir 15 ára nemendur

Málsnúmer 201802023

Lagt fram til kynningar.

3.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711059

Fyrir fundinum liggur greinargerð vegna verkefnisins "Breyttir kennsluhættir á Fljótsdalshéraði", sem hefur verið til umfjöllunar á fundum nefndarinnar, með sundurliðaðri kostnaðaráætlun.

Nefndin tekur undir framkvæmdaáætlun verkefnisins og fer þess á leit við bæjarstjórn að kannað verði hvort hægt sé að tryggja aukið fjármagn til verkefnisins á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.