Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

417. fundur 26. febrúar 2018 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragson skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir staðgreiðsluskil ársins og sömu leiðis fór Björn Ingimarsson yfir nokkra fundi sem hann átti á undanförnum dögum í Reykjavík. Einnig bætti Stefán Bogi við upplýsingum, en hann sat ásamt Birni fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins, þar sem m.a. var rædd fjármögnun og rekstur sýslumannsembætta.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201306083

Málið rætt, en það er áfram í vinnslu.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134

Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2018, varaðandi yfirfærslu á fastafjármunum Fasteignafélags Iðavalla ehf, sem er B-hlutafyrirtæki, yfir í Eignasjóð (A-hluta)
Samþykkt að yfirfærsluverð verði í samræmi við fasteignamat á viðkomandi eign sem er reiðhöllin. Um er að ræða ríflega 35 milljóna kr. verðmæti
Í samþykktri fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að yfirfærsluverð væri 15 milljón krónum lægra. Fjárfestingaheimild Eignasjóðs hækkar sem þessu nemur.
Bæjarráð samþykkir framangreindan viðauka fyrir sitt leyti.

4.Fundargerðir Ársala b.s. 2018

Málsnúmer 201801136

Lagt fram fundarboð aðalfundar Ársala . Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði svetiarfélagsins á aðalfundinum.

Einnig fór Björn yfir málefni síðasta stjórnarfundar, en hún lögð fram að öðru leyti.

5.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2018

Málsnúmer 201802133

Bæjarráð gerir þá tillögu til aðalfundar HEF að skipan fulltrúa í stjórn fyrirtækisins verði óbreytt.


6.Sala eldri bifreiðar í ferðaþjónustu fatlaðra.

Málsnúmer 201712032

Bæjarráð samþykkir að selja Rafey ehf Ford Transit ferðaþjónustubíl fatlaðra, á kr. 900.000. Bílinn hygsst Rafey svo gera upp og afhenda síðan Knattspyrnudeild Hattar til eignar.

7.Þróun kennsluhátta í grunnskólum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201711059

Rætt um spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna, hvernig að því skuli staðið og hversu hratt ætti að vinna verkefnið. Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir undirbúning verkefnisins og umræðu meðal kennara og fræðslunefndar um það.
Málið er áfram í vinnslu.

8.Fundur með Ungmennaráði

Málsnúmer 201802126

Lögð fram fundargerð ungmennaráðs með bæjarstjórn og áhersluatriði og verefni sem þar voru rædd.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málin upp við viðkomandi starfsmenn og fagnefndir.

9.Styrktarsjóður EBÍ 2018

Málsnúmer 201802137

Lagt fram til kynningar.

10.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201711050

Í erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga kemur fram að Sambandið óskar eftir tilnefningu varamanns frá Fljótsdalshéraði í nefnd sem fjalla á um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Sigrúnu Blöndal sem varafulltrúa í umrædda nefnd.

Fundi slitið - kl. 11:30.