Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201711050

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Lagt fram til kynningar, en Fljótsdalshérað mun áfram fylgjast grannt með framgangi málsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 417. fundur - 26.02.2018

Í erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga kemur fram að Sambandið óskar eftir tilnefningu varamanns frá Fljótsdalshéraði í nefnd sem fjalla á um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Sigrúnu Blöndal sem varafulltrúa í umrædda nefnd.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 431. fundur - 02.07.2018

Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna kynningafundar um stofnun þjóðgarðs á Miðhálendinu.
Bæjarstjóra falið að að vera í sambandi við ráðuneytið um tímasetningu fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 450. fundur - 10.12.2018

Lagt fram fundarboð á fund um þjóðgarð á Miðhálendinu sem halda á 9. janúar næstkomandi á Egilsstöðum. Þar er gert ráð fyrir tveimur fulltrúum frá sveitarfélaginu. Bæjarráð leggur til að Stefán Bogi Sveinsson formaður náttúruverndarnefndar og Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða einnig fulltrúa frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs, FAUST, NAUST, svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs og Búnaðarsambandi Austurlands á fundinn, sbr. erindi frá nefnd um þjóðgarð á Miðhálendinu.

Náttúruverndarnefnd - 14. fundur - 13.08.2019

Fyrir náttúruverndarnefnd liggur boð á kynningarfund á vegum þverpólitískrar nefndar sem vinnur að tillögum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Fundurinn verður haldinn þann 21. ágúst nk. kl. 20 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Lagt fram til kynningar.

Náttúruverndarnefnd - 16. fundur - 20.01.2020

Náttúruverndarnefnd samþykkir að fulltrúar í nefndinni móti sameiginlega tillögu að umsögn um málið þar sem áhersla verði lögð á að draga fram spurningar og vangaveltur sem nýst geti við áframhaldandi vinnslu málsins. Óskað er eftir því að bæjarráð taki tillöguna til afgreiðslu á fyrsta fundi sínum í febrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.