Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

431. fundur 02. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Steinar Ingi Þorsteinsson aðalmaður
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr bókhaldi sveitarfélagsins og upplýsti fundarmenn um stöðuna.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir nokkur mál sem hann er að vinna að.

2.Landbótasjóður 2018

Málsnúmer 201802012

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fjarðarheiðargöng.

Málsnúmer 201806159

Lagður fram tölvupóstur frá bæjarstjóra Seyðisfjarðar, varðandi fyrirhugaðan fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna Fjarðarheiðarganga og mögulega aðkomu Fljótsdalshéraðs að þeim fundi.
Bæjarráð tekur vel í þátttöku í slíkum fundi og felur bæjarstjóra að koma að undirbúningi hans fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalfundur SSA 2018

Málsnúmer 201806160

Lagt fram erindi frá SSA, varðandi gistingu fulltrúa sveitarfélagsins á aðalfundi SSA 7. - 8. september nk.
Bæjarstjóra falið að svara erindinu, að fengnum upplýsingum frá þingfulltrúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Þjóðgarður á miðhálendi Íslands

Málsnúmer 201711050

Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna kynningafundar um stofnun þjóðgarðs á Miðhálendinu.
Bæjarstjóra falið að að vera í sambandi við ráðuneytið um tímasetningu fundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Útikörfuboltavöllur á Egilsstöðum

Málsnúmer 201705107

Björn Ingimarsson fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við útikörfuboldavöllinn sem áformað er að fara í á þessu ári. Jafnframt fór hann yfir fund sem hann átti með fulltrúum körfuknattleiksdeildar Hattar vegna málsins. Fram kom að framkvæmdin mun verða að öllu leyti á hendi sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið fari í framkvæmdina. Stefnt er að því að jarðvegsframkvæmdir verði á þessu ári og framkvæmdinni verði lokið um mitt næsta ár.
Starfsmönnum framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram í samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Opin stjórnsýsla.

Málsnúmer 201806166

Steinar Þorsteinsson fór yfir hugmyndir L-listans að opnari stjórnsýslu og hvernig hægt væri að vinna að þeim málum. Einnig hvernig hægt væri að auka aðkomu almenninga að ákvarðanatöku.

Bæjarráð samþykkir að vísa þessum hugmyndum inn í vinnu við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs 2018

Málsnúmer 201806168

Guðlaugur fór yfir sögu og stöðuna á Fasteignafélagi Fljótsdalshéraðs, sem í dag er félag um eignir Reiðhallarinnar á Iðavöllum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum og leggur til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

9.Sláturhúsið Menningarsetur 2018

Málsnúmer 201806169

Sláturhúsið Menningarsetur.

Samþykkt samhljóða með handaupprétingu að boðað verði til aðalfundar í félaginu mánudaginn 9. júlí nk. Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri fari með hlut sveitarfélagsins á fundinum og leggur til að fulltrúar í bæjarráði skipi stjórn félagsins.

10.Uppbygging vindorku innan Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Bæjarstjóri fór yfir málið kynnti stöðuna og fyrirspurn frá Orkusölunni.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu að fresta umfjöllun um málið til næsta fundar.

11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Rætt um vinnufund bæjarráðs vegna vinnu við endurskoðun samþykktanna. Samþykkt að boða til vinnufundar þriðjudaginn 10. júlí kl. 8:00 í litla fundarsalnum að Lyngási 12.

Fundi slitið - kl. 10:15.