Eftirfarandi tillaga lögð fram: Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki gefið út stöðuleyfi fyrir mannvirkið en óskar eftir umsókn um bygginga- eða framkvæmdaleyfi fyrir mælamastrinu í landi sveitarfélagsins við Hól. Nefndin tekur jákvætt í óskir um breytingar á skipulagsáætlunum og gerð nýrra. Nefndin fer þess á leit við Orkusöluna að halda opinn kynningarfund í Hjaltalundi þar sem áætlanir fyrirtækisins um verkefnið verði kynntar.
Já segja fjórir (PS, ÁB, GRE, ÁK) einn greiðir ekki atkvæði (EK)
Lögð fram drög að samningi um könnunarmöstur vegna rannsókna á vindorku í landi Hóls í Hjaltastaðaþinghá. Bæjarráð samþykkir að undirbúa kynnigarfund í Hjaltalundi fyrir íbúa á svæðinu til að ræða framkomnar hugmyndir að nýtingu vindorku á Út-Héraði. Samþykkt að gefa þeim aðilum sem hafa sýnt áhuga á að koma að málinu kost á að mæta á þann fund til að kynna sínar hugmyndir. Stefnt að því að halda þennan fund í marsmánuði.
Lagt fram erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að kalla eftir afstöðu umhverfis- og framkvæmdanefndar, atvinnu- og menningarnefndar og náttúruverndarnefndar. Óskað er eftir því að nefndirnar taki málið fyrir á næsta fundi sínum.
Fyrir liggur erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins. Málinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar frá bæjarráði 9. júlí 2018.
Atvinnu- og menningarnefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu og leggst ekki gegn fyrirhugðum rannsóknum á tilgreindu svæði á Úthéraði (í landi Hóls og Klúku). Nefndin leggur jafnframt til að fleiri svæði verði rannsökuð í sveitarfélaginu.
Lagt fram erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins. Málið hefur verið til umfjöllunar í atvinnu-og menningarnefnd.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd er fylgjandi nýtingu vindorku í sveitarfélaginu en telur nauðsynlegt að skilgreina í komandi endurskoðun aðalskipulags þau svæði sem heimilt verði að nýta til orkuöflunar.
Erindi frá Orkusölunni varðandi nýtingu vindorku innan sveitarfélagsins. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarnefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar auk náttúruverndarnefndar.
Náttúruverndarnefnd telur að nýting vindorku hér á landi og innan sveitarfélagsins geta verið jákvætt skref enda er um að ræða sjálfbæran og umhverfisvænan orkugjafa og umhverfisáhrif af nýtingu vindorku að mestu leyti afturkræf.
Nefndin leggur þó áherslu á að við allar ákvarðanir um hugsanlega vindorkunýtingu innan sveitarfélagsins sé tekið fullt tillit til hagsmuna umhverfis og náttúruverndar. Meta verði gaumgæfilega hvaða svæði innan sveitarfélagsins henti best til slíkrar nýtingar með hliðsjón af sjónrænum áhrifum og fleiri þáttum sem tengjast náttúruvernd. Þannig verði að horfa heildstætt til sveitarfélagsins alls áður en ákvörðun er tekin um ráðstöfun einstakra svæða til slíkrar vinnslu.
Að mati nefndarinnar er eðlilegt að afstaða verði tekin til hugmynda um nýtingu vindorku við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, enda gefist þá tækifæri til heildstæðrar yfirferðar yfir landnotkun innan sveitarfélagsins, með lögbundinni aðkomu hagsmunaaðila og almennings. Nefndin telur ekki rétt að veita vilyrði til nýtingar vindorku innan sveitarfélagsins áður en þeirri vinnu er lokið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum og einn situr hjá (EA).
Farið yfir umsagnir nefnda sveitarfélagsins varðandi nýtingu á vindorku á Fljótsdalshéraði. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindi Orkusölunnar á grundvelli spurninga fyrirtækisins og bókana nefnda sveitarfélagsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd getur ekki gefið út stöðuleyfi fyrir mannvirkið en óskar eftir umsókn um bygginga- eða framkvæmdaleyfi fyrir mælamastrinu í landi sveitarfélagsins við Hól. Nefndin tekur jákvætt í óskir um breytingar á skipulagsáætlunum og gerð nýrra.
Nefndin fer þess á leit við Orkusöluna að halda opinn kynningarfund í Hjaltalundi þar sem áætlanir fyrirtækisins um verkefnið verði kynntar.
Já segja fjórir (PS, ÁB, GRE, ÁK) einn greiðir ekki atkvæði (EK)