Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

402. fundur 16. október 2017 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Jón Jónsson mun koma inn á fundinn undir 8. lið.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018 og kynnti nokkur vinnuskjöl.
Rætt um formið á fasteignafélagi Iðavalla og stefnt að því að taka það félag inn í eignasjóð um næstu áramót, sem hluta af öðrum fasteignum sveitarfélagsins.
Einnig farið yfir áætlun um greiðslur vegna hjúkrunarheimilisins, en þær tölur eru í samræmi við fyrri útreikninga.
Áætlun Brunavarna á Austurlandi fyrir 2018 og framlag Fljótsdalshéraðs til þeirra skoðað.
Fram kom að von er á áætlunum annarra B-hlutafyrirtækja á næstu dögum.
Síðan kynnti Guðlaugur áætlanir frá íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Þessum áætlunum síðan vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018.

3.Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland

Málsnúmer 201706076

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi sveitarfélaga á Austurlandi varðandi þessi mál.

4.Uppbygging vindorku innana Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201706031

Bæjarstjóra falið að taka saman drög að svari við erindinu og hafa samband við aðra landeigendur sem málið varðar.

5.Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201504027

Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Jónsson, sem fulltrúa sinn í starfshóp til að ræða framtíðarþróun samstarfsverkefna sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.

6.Ísland ljóstengt/ 2018

Málsnúmer 201709008

Lagt fram til kynningar, en verður tekið upp á næsta fundi.

7.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017

Málsnúmer 201709040

Tillaga að breytingum á stofnsamningi HAUST lögð fram til kynningar.

8.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Jón Jónsson lögmaður mætti til fundarins fh. Arctic Hydro til að fara yfir stöðu málsins, en Arctic Hydro er með rannsóknarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár.
Fyrirtækið óskar eftir að gera nýtingarsamning við Fljótsdalshérað sem landeiganda vegna virkjunarinnar, en ríkið er einnig samningsaðili í því máli.

Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins fh. sveitarfélagsins.

9.Ársskýrsla Persónuverndar 2016

Málsnúmer 201709056

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.