Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018 og kynnti nokkur vinnuskjöl. Rætt um formið á fasteignafélagi Iðavalla og stefnt að því að taka það félag inn í eignasjóð um næstu áramót, sem hluta af öðrum fasteignum sveitarfélagsins. Einnig farið yfir áætlun um greiðslur vegna hjúkrunarheimilisins, en þær tölur eru í samræmi við fyrri útreikninga. Áætlun Brunavarna á Austurlandi fyrir 2018 og framlag Fljótsdalshéraðs til þeirra skoðað. Fram kom að von er á áætlunum annarra B-hlutafyrirtækja á næstu dögum. Síðan kynnti Guðlaugur áætlanir frá íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Þessum áætlunum síðan vísað til gerðar fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs 2018.
Bæjarráð samþykkir að skipa Gunnar Jónsson, sem fulltrúa sinn í starfshóp til að ræða framtíðarþróun samstarfsverkefna sveitarfélaga á starfssvæði félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Jón Jónsson lögmaður mætti til fundarins fh. Arctic Hydro til að fara yfir stöðu málsins, en Arctic Hydro er með rannsóknarleyfi á vatnasvæði Geitdalsár. Fyrirtækið óskar eftir að gera nýtingarsamning við Fljótsdalshérað sem landeiganda vegna virkjunarinnar, en ríkið er einnig samningsaðili í því máli.
Bæjarstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins fh. sveitarfélagsins.