Ísland ljóstengt/ 2018

Málsnúmer 201709008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 397. fundur - 11.09.2017

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðuna í verkefninu. Ekki hefur verið lokið við að tengja ljósleiðarann sem leggja átti á síðasta ári milli Lagarfoss og Brúaráss. Verkefni þessa árs, sem einnig er unnið í samvinnu við Rarik, og er lögn strengs frá Fellabæ upp í Rauðalæk er að fara af stað á næstu dögum.
Fyrir liggur að nú þarf að fara að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna verkefna á árinu 2018 og er byrjað að huga að því.
Starfsmönnum falið að vinna málið áfram og lista upp næstu möguleika á lagnaleiðum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 402. fundur - 16.10.2017

Lagt fram til kynningar, en verður tekið upp á næsta fundi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 403. fundur - 23.10.2017

Lögð fram drög að samningi um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2017. Starfsmönnum falið að fara betur yfir samninginn og skoða málið fyrir næsta fund.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 405. fundur - 06.11.2017

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið.
Farið yfir verkefnin sem eru í vinnslu og stöðu þeirra. Einnig skoðuð tillaga að áfanga sem fara má í árið 2018.
Að lokinni umræðu um málið var samþykkt að sækja um styrk fyrir ljósleiðarlögn frá Egilsstöðum og út Eiðaþinghá.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að styrkumsókn í Fjarskiptasjóð vegna þessa verkefnis.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 422. fundur - 26.03.2018

Lagður fram samningur við Póst- og fjarskiptastofnun vegna ljósleiðaralagna á Héraði 2018.

Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 460. fundur - 04.03.2019

Til fundarins mættu Gunnar Jónsson formaður stjórnar HEF og Páll Breiðfjörð framkvæmdastjóri HEF til að kynna bæjarráði stöðuna í ljósleiðaravæðingu dreifbýlisins á Fljótsdalshéraði, en HEF hefur verið að vinna að áætlun að því verkefni fh. sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tilboð frá Fjarskiptasjóði, en frestur til að ganga frá því er til 8. mars.
Það er einnig skoðun bæjarráðs að HEF eigi að vera fyrsti kostur sem væntanlegur samstarfsaðili við lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins, samkvæmt umræddu tilboði frá Fjarskiptasjóði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 479. fundur - 26.08.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir málið og sagði m.a. frá fundi sem hann átti með aðilum hjá Fjarskiptasjóði og einnig fund sem hann sat hjá HEF, þar sem ljósleiðaramál voru rædd.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 498. fundur - 27.01.2020

Björn fór yfir fund sem hann og hitaveitustjóri áttu með fulltrúa Fjarskiptasjóðs í síðustu viku, þar sem farið var yfir ljósleiðaraverkefnið í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.
Málið er í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 509. fundur - 06.04.2020

Gunnar Jónsson stjórnarformaður HEF og Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF mættu til fundar undir þessum lið, til að fara yfir stöðuna í verkefninu Ísland ljóstengt, sem HEF tók að sér fyrir hönd sveitarfélagsins.
Fóru þeir yfir stöðu mála varðandi framgang verkefnisins í dreifbýli Fljótsdalshéraðs og samskipti þeirra við Fjarskiptasjóð varðandi fjármögnun þess og verkáætlun.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að láta gera nýja umsókn í Fjarskiptasjóð fyrir verkefnið á grundvelli breyttra forsendna.

Einnig rætt um framkvæmdaplan HEF varðandi fráveitumál og stöðuna í þeim.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 510. fundur - 20.04.2020

Björn fór yfir drög að erindi til Fjarskiptasjóðs, sem hann og Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF tóku saman. Einnig var farið yfir verkefnið og stöðu þess og framgang undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna málið áfram í samvinnu við framkvæmdastjóra HEF.
Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.