Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

515. fundur 25. maí 2020 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2020

Málsnúmer 202001001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál varðandi rekstur og fjármál sveitarfélagsins. Einnig farið yfir nýjustu tölur varðandi skráð atvinnuleysi á Austurlandi.
Rætt um mögulega frestun júní gjalddaga fasteignagjalda.
Bæjarráð samþykkir að eindagi fasteignagjalddaga í júní 2020 verði í janúar 2021, svo þeir sem á þurfi að halda geti nýtt sér þetta úrræði.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir samantekt frá Sambandinu um viðbrögð ríkisins í tengslum við Covid 19, sem tengjast sveitarfélögum.
Fram kom líka hjá honum að á stjórnarfundi Landsvirkjunar nýlega var samþykkt að leigja húsnæði af Fljótsdalshéraði í menningarhúsinu til uppsetningar á sýningu. Um er að ræða 10 ára samning. Leigugreiðslan mun nýtast til uppbyggingar menningarhússins.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

Málsnúmer 202005185Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir frumdrög og ýmsar forsendur að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022 - 2024.
Reiknað er með að rammaáætlun liggi fyrir fyrstu vikurnar í júní.
Að öðru leyti í vinnslu.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitafélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 202002016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar HEF - 2020

Málsnúmer 202001052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 202005169Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806080Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á framfæri við verkefnastjóra sameiningar tillögum að fulltrúum í yfirkjörstjórn
við kosningu til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á komandi hausti.
Tillaga að skipan yfirkjörstjórnar verður á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

7.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Egilsstaðaflugvöllur - Ástand og uppbygging

Málsnúmer 202004128Vakta málsnúmer

Stefán Bogi fór yfir fundi sem hann sat nýlega varðandi málefni Egilsstaðaflugvallar og upplýsti fundarmenn um umræður þar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Ísavía varðandi boðaða uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli.

9.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128Vakta málsnúmer

Bæjaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta byggingu 2. hæðar yfir nýrri álmu Fellaskóla, samanber tillögu starfshópsin þar um.

10.Aðalfundur SSA

Málsnúmer 202005186Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð aðalfundar SSA sem boðaður hefur verið í Egilsbúð í Neskaupstað þann 23. júní nk. kl. 11:00.

11.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Fljótsdalshérað fagnar framkomnu lagafrumvarpi og telur það bæta aðstæður barna sem eiga foreldra sem ekki deila heimili. Jákvætt er að það sé tekið fram í lögunum að forsenda þess að semja um skipta búsetu barns sé góð samvinna foreldra með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Þannig er einnig hnekkt á því að forsendur samvinnunnar eigi að taka mið af þörfum barnsins og það tekið fram að skólasókn barns miðist við einn grunn- eða leikskóla svo festa sé í uppeldi, umönnun og félagslegri stöðu barnsins.

Það er góð þróun réttarfars og þá með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að börn geti sjálf snúið sér til stjórnvalds til þess að hlutast til um uppeldisaðstæður sínar, forsjá, lögheimili, búsetu og umgengni. Réttarstaða barna er bætt til muna við að það sé tekið fram í lögunum að hlusta eigi á sjónarmið barns til samræmis við aldur þeirra og þroska.

Breytingar er jafna rétt foreldra til almennra stuðningsúrræða s.s. húsaleigubóta, barnabóta, skattaívilnana og samningar um framfærslu barns þegar búseta barns er skipt, er af hinu góða og til þess fallin að jafna stöðu foreldra sem áður hafa ekki getað notið stuðnings vegna lögheimilisreglunnar.

Sveitarfélög hafa flest sett sér reglur um forgangsröðun og forgangsgjaldtöku í leikskólum og þá m.a. horft til sérstöðu einstæðra foreldra. Eðlilegt hlýtur að teljast í því sambandi að líta til foreldra sem velja og fylgja skiptri búsetu í anda lagafrumvarpsins með sama hætti og sambúðarforeldra, sbr. einnig meðferð greiðslu barnabóta skv. frumvarpinu.

Í frumvarpinu er rætt um að þjónustu skuli beina á bæði heimili og Sjúkratryggingar Íslands þar nefndar en ekki fjallað sérstaklega um stöðu barna með alvarlega fötlun sem þurfa stuðning hins opinbera í formi stuðnings- og hjálpartækja. Nefndin gerir ráð fyrir að sérstaklega verði fjallað um rétt þessara barna í reglugerð ráðherra og vill benda á mikilvægi þess að þau börn sem vegna alvarlegrar fötlunar fái tæki á bæði heimili ef þau eru stór og fyrirferðarmikil og erfiðleikum bundið að flytja þau á milli heimila. Í því samhengi er bent á háa skilnaðartíðni foreldra með fötluð börn og mikilvægi þess að hið opinbera styðji vel við samvinnu foreldra með mikið fötluð börn. Má þar einnig nefna umönnunarbætur og fleira er lýtur að málefnum barna með fötlun og þunga umönnunarbyrði foreldra.

Fundi slitið - kl. 11:00.