Skipan starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 460. fundur - 04.03.2019

Bæjarráð fór yfir mögulega skipan hópsins og verður hann skipaður á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 462. fundur - 11.03.2019

Farið yfir mögulega skipan hópsins.
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn:
Karl Lauritzson, Björgu Björnsdóttur, Gunnhildi Ingvarsdóttur og Hannes K. Hilmarsson. Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri verði starfsmaður hópsins og kalli hann saman. Starfshópurinn mun svo kalla til þá starfsmenn sem að málinu koma.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 466. fundur - 08.04.2019

Tekin fyrir tillaga starfshóps um húsnæðismál fyrir Tólnistarskóann á Egilsstöðum og Egilsstaðaskóla. Tillagan snýst um gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á þessu ári, sem skapar viðbótarkennslurými fyrir Tónlistarskólann, strax á næsta misseri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að skoða möguleika á fjármögnun á verkefninu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467. fundur - 15.04.2019

Samkvæmt tillögu starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla beinir bæjarráð því til bæjarstjórnar að ráðist verði í framkvæmd við gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á yfirstandandi ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúmar sautján milljónir. Miðað er við að framkvæmdin rúmist innan fjárfestingaheimildar ársins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Farið yfir fundargerð starfshópsins og samþykkir bæjarráð að vísa henni til umræðu og afgreiðslu á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 298. fundur - 21.08.2019

Lagt fram álit starfshóps um húsnæði Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Til máls tóku: Björg Björnsdóttir, sem ræddi starf hópsins og verkefni hans og framhald þess og bar fram fyrirspurn. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem einnig fór yfir niðurstöður hópsins og framtíðarsýn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi tillögu starfshópsins og framhald verkefnisins og þakkaði störf hans. Björg Björnsdóttir, sem ræddi tillögur hópsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 479. fundur - 26.08.2019

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta taka saman fyrri gögn og hugmyndir að húsnæði fyrir tónlistarskólann á Egilsstöðum.
Málið verður aftur tekið á dagskrá þegar þau liggja fyrir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 480. fundur - 02.09.2019

Farið yfir ýmsar hugmyndir sem fram hafa komið í gegn um árin, varðandi húsnæði fyrir tónlistarskóla á Egilsstöðum. Einnig lá fyrir niðurstaða starfshópsins frá 5. júlí 2019.
Bæjarstjóra falið að láta vinna áfram að fyrsta áfanga undirbúnings að framtíðarhúsnæði fyrir Tónlistarskólann á Egilsstöðum í samræmi við niðurstöður starfshópsins sem gerði ráð fyrir viðbyggingu við grunnskólann.
Málið verður áfram í vinnslu hjá bæjarráði.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 12.11.2019

Fræðslunefnd leggur til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn staður annars staðar. Fræðslunefnd fagnar því að nú hilli undir bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 122. fundur - 13.11.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar framkomnum tillögum sem rúmast innan fjárhagsáætlun 2020.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123. fundur - 27.11.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggja tillögur hönnuða að millilofti í Egilsstaðaskóla. Í tillögu Fræðslunefndar er lagt til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn annar staður.

Yfirmaður eignasjóðs kynnti tillögur sem liggja fyrir.

Mál í vinnslu.



Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124. fundur - 11.12.2019

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir uppfærð tillaga hönnuðar á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi lausn og felur yfirmanni eignasjóðs að framkvæmd verði boðin út.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla.

Kjartan Róbertsson kom á fundinn og fór yfir útboðsgögn vegna framkvæmda á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að yfirmaður eignasjóðs bjóði út framkvæmd á millilofti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131. fundur - 22.04.2020

Yfirmaður eignasjóðs fór yfir útboð á millilofti í Egilsstaðaskóla.

Yfirmaður eignasjóðs fór yfir niðurstöður útboðs á millilofti í Egilsstaðaskóla. Tvö tilboð bárust og voru bæði yfir kostnaðaráætlun.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur yfirmanni eignasjóðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að enduskoða starfs- og fjárhagsáætlun miðað við breyttar forsendur á þessum lið.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 515. fundur - 25.05.2020

Bæjaráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta byggingu 2. hæðar yfir nýrri álmu Fellaskóla, samanber tillögu starfshópsin þar um.