Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

282. fundur 12. nóvember 2019 kl. 16:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Kjartan Róbertsson, yfirmaður Eignasjóðs og skólastjórarnir Ruth Magnúsdóttir og Sóley Þrastardóttir tóku þátt í fundinum undir lið 1. Kjartan tók einnig þátt í fundinum undir lið 2.

Tryggvi Hermannsson, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla sat fundinn undir lið 1 á fundardagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir, sátu fundinn undir liðum 1-7. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Sóley Þrastardóttir sátu fundinn undir liðum 6-8.

1.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128

Fræðslunefnd leggur til að ráðist verði í framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi tillögu nr. 3, þó þannig að ljósritunaraðstaða verði óbreytt og kaffikrók verði fundinn staður annars staðar. Fræðslunefnd fagnar því að nú hilli undir bráðabirgðalausn á húsnæðisvanda Tónlistarskólans á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eignasjóður - viðhald skólahúsnæðis

Málsnúmer 201911038

Yfirmanni Eignasjóðs þökkuð greinargóð kynning á starfsemi Eignasjóðsins.

Lagt fram til kynningar.

3.Leiðbeiningar til sveitarfélaga vegna skólaaksturs í grunnskólum

Málsnúmer 201911037

Lagt fram til kynningar.

4.Samfélagssmiðja 10.10. 2019 - Skólaakstur nemenda sem ekki hafa lögheimili í dreifbýli

Málsnúmer 201910166

Fræðslustjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Málsnúmer 201910168

Fræðslustjóra falið að senda umsögn um frumvarpið í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna

Málsnúmer 201911033

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalskoðun leiksvæða 2019

Málsnúmer 201907042

Lagt fram til kynningar.

8.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Fræðslunefnd fagnar því að niðurstaða liggur fyrir hvað varðar framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:45.