Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

479. fundur 26. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Kristjana Sigurðardóttir varaformaður
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason bæjarritari
Stefán Bogi Sveinsson var í símasambandi við fundinn frá Reykjavík.

1.Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

2.Fundargerð SvAust 20. ágúst

Málsnúmer 201908107Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir umræður á fundinum og stöðuna í samningum við Vegagerðina.

3.Aðalfundur Sláturhúsið Menningarsetur ehf árið 2019.

Málsnúmer 201907018Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 21. ágúst sl.

4.Aðalfundur Fasteignafélag Iðavalla ehf árið 2019.

Málsnúmer 201907017Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 21. ágúst sl.

5.Starfshópur um húsnæði Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201902128Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta taka saman fyrri gögn og hugmyndir að húsnæði fyrir tónlistarskólann á Egilsstöðum.
Málið verður aftur tekið á dagskrá þegar þau liggja fyrir.

6.Vatnajökulsþjóðgarður, austursvæði

Málsnúmer 201809031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Ísland ljóstengt

Málsnúmer 201709008Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir málið og sagði m.a. frá fundi sem hann átti með aðilum hjá Fjarskiptasjóði og einnig fund sem hann sat hjá HEF, þar sem ljósleiðaramál voru rædd.

8.Flug - Skoska leiðin

Málsnúmer 201908162Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fljótsdalshérað og samtök sveitarfélaga á Austurlandi hafa ítrekað lagt á það áherslu að skilgreina þurfi innanlandsflug sem almenningssamgöngur og að flugfargjöld verði þannig að íbúar úti á landi geti nýtt sér þá þjónustu sem er í boði. Verðlagning eins og hún er í dag er hins vegar þess eðlis að hún stendur eðlilegri nýtingu íbúa á þessari þjónustu fyrir þrifum og þar með aðgengi þeirra að nauðsynlegri grunn- og sérfræðiþjónustu sem að mestu er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og rýrir þar með landshlutann sem búsetukost. Bæjarráð hvetur því samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að sjá til þess að hin svokallaða skoska leið komist til framkvæmda strax í byrjun árs 2020 líkt og kveðið er á um í samgönguáætlun næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi 7. febrúar 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 201908163Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð fagnar því að fyrir liggur niðurstaða starfshóps um legu og áfangaskiptingu næstu jarðgangaframkvæmda á Austurlandi. Niðurstaðan byggir m.a. á úttekt fagaðila þar sem horft er til jarðfræði, veðurfars og samfélagslegra þátta. Beðið hefur verið lengi eftir þeirri niðurstöðu er nú liggur fyrir og ánægjulegt að sjá að hún skuli vera í fullu samræmi við þær áherslur er ítrekað hafa komið fram í ályktunum aðalfunda samtaka sveitarfélaga á Austurlandi og sem ríkt hefur full samstaða um. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs væntir þess að við afgreiðslu samgönguáætlunar nú í haust verði tryggt fjármagn til þess að vinna strax á næsta ári að hönnun framkvæmdarinnar þannig að hefjast megi handa við fyrsta áfangann, Fjarðarheiðargöng, á fyrsta tímabili samgönguáætlunar og áfanga tvö og þrjú í beinu framhaldi af því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Bæjarráð Seyðisfjarðar kom til fundar með bæjarráði kl. 11:00.

Fundi slitið - kl. 10:00.