Fjármál 2019

Málsnúmer 201901002

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 452. fundur - 07.01.2019

Guðlaugur Sæbjörnson fjármálastjóri kynnti nokkur mál sem varðar rekstur sveitarfélagsins á síðasta ári. Fram kom m.a. hjá honum að íbúum fjölgaði í sveitarfélaginu á árinu 2018 um 52, samkvæmt bráðabirgðatölum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 453. fundur - 14.01.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir fund sem hann og fjármálastjóri sátu sl. föstudag á Húsavík. Þar mættu fulltrúar frá sveitarfélögunum Borgarbyggð, Skagafirði Fljótsdalshéraði og Norður-Þingi og fóru yfir málefni sinna sveirarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 454. fundur - 21.01.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar upplýsingar úr bókhaldi og rekstri sveitarfélagsins á síðasta rekstrarári og fór yfir þær með bæjarráði.

Nefndarlaun 2019.
Við gerð fjárhagsáætlunar 2019 voru launakjör nefnda skoðuð með hliðsjón af því sem gerist hjá sambærilegum sveitarfélögum. Út frá þeim samanburði var ákveðið að breyta einungis hlutfalli á þóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði, en að aðrar greiðslur yrðu óbreyttar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hlutfall þóknunar fyrir fundarsetu í bæjarráði verði hækkað úr 0,5 í 0,8 af viðmiðunartölu nefndarlauna. Þannig verði mánaðarþóknun fyrir fundarsetu í bæjarráði kr. 156.408 frá og með 1. janúar 2019, en taki svo breytingum eins og önnur nefndarlaun samkvæmt kjarasamningum FOSA. Í samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2019 er gert ráð fyrir þessari launabreytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 455. fundur - 28.01.2019

Björn Ingimarsson fór yfir álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2019, en álagningarseðlar hafa nú verið sendir út og eru sýnilegir í íbúagátt og á island.is. Álagningarseðlar eru sendir út á pappír til fyrirtækja og eldri borgara, en annars birtast þeir greiðendum með rafrænum hætti.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 456. fundur - 04.02.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði sem varða rekstur og uppgjör sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 457. fundur - 11.02.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri upplýsti um fundi í Reykjavík, sem hann átti nú fyrir helgina og það sem þar fór fram.

Umsagnir um tækifærisleyfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs verði veitt umboð til að veita umsagnir um tækifærisleyfi fyrir einstakar skemmtanir og atburði sem fram fara utan veitinga- og gististaða í atvinnuskyni og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. sbr.17. gr. laga nr. 85/2007. Umsagnirnar verði veittar fyrir hönd sveitarfélagsins og í umboði bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 458. fundur - 18.02.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðu þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 459. fundur - 25.02.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Magnús Jónsson endurskoðandi sögðu frá vinnu við ársreikning sveitarfélagsins 2018 og fóru yfir nokkur mál sem tengjast uppgjörsvinnunni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 460. fundur - 04.03.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson bæjarstjóri fundi sem samstarfsnefndin átti fyrir helgina í Reykjavík, með þingmönnum og fleiri aðilum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 462. fundur - 11.03.2019

Ekkert sérstakt mál var tekið fyrir undir þessum lið.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 463. fundur - 18.03.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Einnig farið yfir upplýsingar sem fram komu á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 464. fundur - 25.03.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins, m.a. samninga við Ísland ljóstengt verkefnið, vegna lagningu ljósleiðara í dreifbýli Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 465. fundur - 01.04.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti nokkur fjármálatengd mál. Einnig fór hann yfir fundi sem hann átti í Reykjavík í lok síðustu viku, m.a. með arkitektum sem komið hafa að tillögum að endurbótum við íþróttamiðstöðina.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 466. fundur - 08.04.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og skýrði fyrir bæjarráði.Reksturinn fyrstu mánuði ársins er samkvæmt fjárhagsáætlun.

Meðal annars kom fram að áfram fjölgar íbúum sveitarfélagsins og voru þeir um síðustu mánaðarmót 3612.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467. fundur - 15.04.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins. M.a. kynnti hann niðurstöðu úr starfsmati BHM starfa, sem nú er búið að reikna út og verður sú launaleiðrétting greidd út fyrir páskana.

Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000 frá og með 12.04 2019 með gjalddaga 01.07 2019, í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna miklar afborganir lána sveitarfélagsins næstu vikur, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.

Samþykkt með handauppréttingu með tveimur atkvæðum, en einn var fjarverandi (SIÞ).

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 468. fundur - 29.04.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir ýmis mál tengd sameiningarmálum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 469. fundur - 06.05.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál fyrir bæjarráði. Meðal annars fór hann yfir stöðuna við undirbúning og vinnu við viðbyggingu við íþróttamiðstöðina. Hann ræddi líka hugmyndir lögreglunnar að uppsetningu eftirlitsmyndavéla og samvinnu við sveitarfélagið um það verkefni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 470. fundur - 13.05.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir nokkur mál og kynnti þau.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 471. fundur - 27.05.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra fjármálatengda liði, svo sem innheimtu staðgreiðslu ársins og stöðufund með Motus vegna milliinnheimtu á síðasta ári.
Einnig kynnti Björn væntanlegan fund með Lögreglustjóra og fulltrúum frá sveitarfélögunum, bæði vegna almannavarna og löggæslu í umdæminu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 472. fundur - 03.06.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkra liði sem snúa að rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi fundardaga bæjarráðs nú í júní, þar sem næstu tveir mánudagar eru frídagar. Samþykkt að halda næsta bæjarráðsfund á hefðbundnum tíma föstudaginn 14. júní.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 473. fundur - 14.06.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti fyrir bæjarráði.
Meðal annars kynnti hann niðurstöður af nýbirtu fasteignamati frá Fasteignamati ríkisins, en matið hjá Fljótsdalshéraði hækkar í heild um 9,7 %
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Orkusölunni varðandi kaup sveitarfélagsins á raforku. Einnig fór hann yfir þéttbýlismörk innan sveitarfélagsins samkvæmt skilgreiningu RARIK, sem skiptir máli varðandi afhendingarverð raforku.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 474. fundur - 24.06.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd bókhaldi og fjármálum sveitarfélagsins. Meðal annars fór hann yfir endurskoðun sína á útreikningi innri leigu á húsnæði sveitarfélagsins, með tilliti til afskrifta á eldra húsnæði, fjármagnsliða og fl.
Breytingar verða í viðkomandi málaflokkum sem þessu nemur, en hafa þó ekki áhrif á heildar rekstrarniðurstöðu.
Einnig fór hann yfir fund með fulltrúum lánasjóðs sveitarfélaga sem litu við hér á skrifstofunni á ferð sinni um landið og funduðu með bæjarstjóra og fjármálastjóra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 475. fundur - 01.07.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 476. fundur - 08.07.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál tengd fjárhag og rekstri sveitarfélagsins.
Gengið hefur verið frá framlengingu á skammtímafjármögnunarsamningi við Lánasjóð sveitarfélaga sem gildir til 2. september.
Farið yfir stöðu fjárfestingaverkefna ársins, með tilliti til áætlunar
í samræmi við tilmæli ráðuneytis til sveitarfélaga.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 477. fundur - 12.08.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir fundarmönnum.
Einnig kynnti hann erindi frá útgáfufyrirtækinu SagaZ ehf vegna þátttöku í útgáfu bókaflokksins Ísland - atvinnuhættir og menning.
Bæjarráð hafnar þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 479. fundur - 26.08.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráðið um stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 480. fundur - 02.09.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra rekstrarliði úr bókhaldi sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði stöðuna.

Einnig fór Guðlaugur yfir starfsmannamál á fjármálasviði, en þar hafa orðið mannabreytingar og starfsmann óskað eftir breytingum á starfshlutfalli.

Bókun vegna framlags á árinu 2020 til Hattar byggingarfélags ehf.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs staðfestir yfirlýsingu bæjarstjóra og fjármálastjóra til Hattar byggingarfélags ehf kt. 521118-1440 þess efnis að framlag Fljótsdalshéraðs vegna byggingar fimleikahúss á árinu 2020 verði 100 millj. kr. Jafnframt staðfestir bæjarráð að framlagið rúmist innan fjárhagsramma þess árs og er í forsendum í samþykktri 3ja ára áætlun og verði greitt í byrjun árs 2020.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 481. fundur - 09.09.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.
Einnig var lítillega farið yfir þá fjárlagaliði sem snerta sveitarfélagið og koma fram í ný framlögðum fjárlögum ríkisins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 482. fundur - 16.09.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir mál sem verið hefur í vinnslu hjá sveitarfélaginu og tengist óleyfisframkvæmd í landi Unalækjar og kynntu stöðuna.
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna málið áfram.

Einnig gerðu þeir grein fyrir heimsókn bæjar- og fjármálastjóra frá Borgarbyggð, Skagafirði og Norðurþingi, sem komu á samráðsfund þessara sveitarfélaga sem haldinn var á Egilsstöðum að þessu sinni.

Farið var yfir stöðuna á framkvæmdum við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum í tengslum við fjárhagsáætlanagerð fyrir næstu ár.

Að lokum gerði Stefán Bogi Sveinsson grein fyrir verkefni sem ber heitið Miðstöð fræða og sögu, sem verið hefur í mótun á þessu ári og verður frekar fjallað um á vegum atvinnu- og menningarnefndar á næstunni.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 483. fundur - 23.09.2019

Björn Ingimarsson fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og upplýsti bæjarráð um stöðuna.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 484. fundur - 07.10.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins fyrir bæjarráði.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 485. fundur - 14.10.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti stöðuna fyrir bæjarráði.

Fjármálastjóri greindi frá því að Eva Björk Harðardóttir k.t. 030983-3869 hefur verið ráðin í stöðu gjaldkera á fjármálasviði Fljótsdalshérað. Bæjarráð samþykkir heimild til hennar að annast greiðslur reikninga, launa og annarra skuldbindinga í umboði bæjarstjóra og fjármálastjóra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 486. fundur - 21.10.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu nokkurra mála sem snerta rekstur sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 487. fundur - 28.10.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 488. fundur - 04.11.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fóru yfir mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og upplýstu bæjarráð um þau.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 489. fundur - 11.11.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir og kynnti nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 490. fundur - 18.11.2019

Björn Ingimarsson bæjarstjóri ræddi nokkur mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins og undirbúningi að vinnu við sameiningu sveitarfélaganna, sem mun taka töluverðan tíma hjá starfsmönnum stjórnsýslunnar og fleiri starfsmönnum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491. fundur - 25.11.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir breytingar á nokkrum gjaldskrám sem afgreiddar hafa verið hjá fagnefndum og þarf að samþykkja á næsta bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi. Einnig farið yfir reglur um afslátt á fasteignagjaldi til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 492. fundur - 02.12.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd fjármálum og rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Fyrir lágu uppreiknaðar tölur fyrir afslátt á fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2020 eins og þær voru kynntar á síðasta fundi og lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar þannig.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 493. fundur - 09.12.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir og kynnti nokkur atriði varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins, svo sem innheimtu staðgreiðslu og annarra skatttekna, rekstur ársins og fl.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna að því að loka tveimur félögum í eigu sveitarfélagsins, þ.e. R.I.2014 og Sláturhúsinu ehf. fyrir lok ársins 2019.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri minnti bæjarráðsmenn á bæjarstjórnarbekkinn sem haldinn verður á Valgerðarstöðum nk. laugardag, frá kl. 11:00 til kl. 16:00.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 494. fundur - 16.12.2019

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson bæjarstjóri fóru yfir og kynntu bæjarráði nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.